Skallagrímsgarður

Skallagrímsgarður er lítill en mjög fallegur. Það var reyndar ekki mikið pláss í honum því þar lá kona í sólbaði þar og hún fyllti næstum út í garðinn. Við kunnum ekki við að taka mynd af henni.

Place_1036_5___Selected

Skallagrímsgarður. Myndin er af vefsíðu Markaðsstofu Vesturlands

Skalla-Grímur lést úr elli daginn eftir að hann faldi silfurkistu sína fyrir Agli, eftir að þeir feðgar, sem voru alla tíð fremur ósáttir, deildu um silfursjóð sem greiddur hafði verið í bætur fyrir Þórólf son Gríms og bróður Egils. Egill hafði sölsað allan sjóðinn undir sig og Skalla-Grímur vildi bjarga því sem hann þó réði sjálfur. Egill lét heygja föður sinn þar sem Borgarnes er nú og er haugurinn enn sjáanlegur þar. Egill gróf svo síðar silfrið sem þeir deildu um, einmitt daginn áður en hann sjálfur andaðist.

Egill var geypilega gott skáld. Frægustu kvæði hans eru Höfuðlausn, sem er lofkvæði um Eirík konung blóðöxi, son Haraldar hárfagra, en með því keypti hann sér líf, eftir að hann braut gegn farbanni Eiríks. Í rauninni var honum samt meinilla við Eirík. Annað frægt kvæði eftir Egil er Sonatorrek, harmljóð sem hann orti eftir syni sína. Hann var harmi sleginn þegar Böðvar sonur hans fór í sjóinn. Hinn sonur hans, Gunnar, hafði látist skömmu áður. Lík Böðvars var lagt í haug Skallagríms sem er í Skallagrímsgarði.

400px-Skallagrímsgarður_2

400px-Skallagrímsgarður_2 Þessi lágmynd er í Skallagrímsgarði og sýnir Egil reiða lík Böðvars heim. Myndin er af vef Heimskringlu.

Egill lagðist í þunglyndi eftir að Böðvar lést og ætlaði þá að leggjast í rúmið og deyja. Þorgerður dóttir hans (hún hét í höfuðið á Þorgerði brák) sá við honum en hún lagðist með honum í rúmið og sagðist líka ætla að deyja. Hún tók svo upp á því að tyggja söl og sagði Agli að það myndi flýta fyrir dauðanum. Hann tuggði þá einnig söl en varð svo þyrstur af þeim að hann féllst á að drekka. Hún lét þá færa honum mjólk.

haugursk

haugursk Haugur Skalla-Gríms er í Skallagrímsgarði. Böðvar var heygður þar hjá afa sínum. Myndin er af kennsluvef Hörpu Hreinsdóttur.

Egill varð svo reiður að hann beit skarð úr horninu sem mjólkin var borin honum í en líklega hefur hann verið of máttfarinn til að drepa neinn því hann féllst á að hætta við sveltið og yrkja harmljóð í stað þess að fyrirfara sér.

 

Sonatorrek13450239_10201775440463096_3962498363529723252_n

Egill bjó á Borg í Mýrum. Þar er nú minnisvarðinn Sonatorrek eftir Ásmund Jónsson. Djákninn sagði okkur að styttan hefði verið lökkuð svört fyrir nokkrum árum. Það fer henni svosem ágætlega að vera svört.en mér finnst þetta stórfurðulegt uppátæki, hélt að listaverk væru talin svo heilög að það mætti ekki breyta þeim. Ég hafði staðið í þeirri trú að styttan væri í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Við spurðum stelpu sem var að vinna þar og hún benti á lágmyndina hér að ofan. Djákninn vinalegi sagði okkur svo að hún væri á Borg. Þessi mynd er tekin á heimleiðinni.

Deila

Share to Facebook