Á slóðum Snorra

Snapchat-5139846426177144509
Frá Borgarnesi lá leiðin í Reykholt á slóðir Snorra Stulusonar.Reyndar var spáð góðu veðri í nágrenni Reykholts en þetta varð betra en við áttum von á. Nema auðvitað Hulla, hún efast aldrei um að hún fái það veður sem hún pantar.

Snorri
Snorri Sturluson var uppi á fyrri hluta 13. aldar. Hann fæddist að Hvammi í Dölum og tilheyrði ætt Sturlunga sem kennd er við föður hans Hvamm-Sturlu. Hann fór ungur í fóstur til Jóns Loftssonar í Odda en Jón þessi var sonarsonur Sæmundar fróða. Jón hafði verið fenginn til að skera úr erfðadeilu og í þá daga var algengt að bönd milli voldugra ætta væru treyst með því að menn tóku syni hvers annars til fósturs.

13419071_10201775383341668_5892558937436170767_n

13419071_10201775383341668_5892558937436170767_n Ponsurnar hans pabba síns við innganginn að nýju kirkjunni í Reykholti

Snorri kvæntist Herdísi dóttur Bersa auðga og fékk með henni mikinn heimanmund og goðorð í kaupbæti. Þau bjuggu fyrst á Borg í Mýrum, þar sem Egill Skallagrímsson ólst upp  en síðar fluttist Snorri í Reykholt en Herdís varð eftir á Borg . Snorri varð mjög valdamikill, réði yfir mörgum goðorðum og varð tvisvar lögsögumaður. Einnig var hann gott skáld en þekktastur er hann sem fræðimaður.

Snorre_Sturluson-Christian_Krohg

Snorre_Sturluson-Christian_Krohg Engin lýsing er til á Snorra Sturlusyni svo við vitum ekkert hvernig hann leit út en svona ímyndaði listamaðurinn Christian Krohg sér hann.

Árið 1218 fór Snorri til Noregs og hafði vetursetu hjá Skúla jarli. Hákon konungur var þá á unglingsaldri og Skúli réði í raun öllu. Sagt er að hann hafi falið Snorra að koma Íslandi undir Hákon.

Ekki kom Snorri landinu undir Noregskonung, sennilega hefur hann ekkert mátt vera að því enda mikil vinna að skrifa Heimskringlu. Bróðursonur hans Sturla Sighvatsson var hinsvegar staðráðinn í að hjálpa Hákoni.

Á endanum hraktist Snorri frá Reykholti og fór aftur til Noregs en þá var allt í kaldakoli milli Skúla og Hákons. Á sama tíma börðust Sturlungar og Haukdælir um völdin á Íslandi og þegar Snorri frétti að frændur hans hefðu beðið afhroð í Örlygsstaðabardaga og faðir hans fallið, vildi hann sigla út til Íslands en Hákon konungur bannaði það. „Út vil ek“, sagði Snorri þá og fór bara samt. Skömmu síðar gerði Skúli uppreisn gegn Hákoni en féll í þeim átökum. Þar sem Snorri hafði staðið með Skúla, og auk þess óhlýðnast konungi, fékk Hákon Gissur Þorvaldsson af ættum Haukdæla til að koma honum til Noregs eða drepa hann. Við bættust erfðadeilur og svo fór að Gissur fór með 70 manna lið að Snorra á heimili hans í Reykholti. Þeir fundu hann niðri í kjallara og hann bað sér vægðar með hinum frægu orðum „eigi skal höggva“. Það hefur ekki þótt karlmannlegt á þeim tíma að vilja sér vægðar en Snorri var enginn vígamaður sjálfur og vopnlaus. Þetta yrði álitið níðingsverk í dag.

snorri.png

snorri.png Þessi stytta af Snorra er of há til að hægt sé að ná góðri mynd á síma en ég fann mynd á netinu. Smellið á myndina til að sjá hvaðan ég tók hana.

Snorri skrifaði Heimskringlu, sem er saga Noregskonunga. Margir álíta að hann hafi skrifað Egils sögu. Líklega er þekktasta rit hans Snorra-Edda. Hún samanstendur af þremur verkum; Gylfaginningu, Skáldskaparmálum og Háttatali. Gylfaginning segir frá sköpun heimsins og fleiru úr norrænni goðafræði, Skáldskaparmál eru sögur af goðunum og ofurhetjum fornaldarsagna Norðurlanda og Háttatal er nokkurskonar kennslubók í skáldskaparlist.

Sumir telja að nafnið Edda, sem er heiti á einu af frægustu ritverkum Snorra sé tengt jörðinni Odda þar sem Snorri ólst upp. Aðrir benda á að Edda merkir langamma og getur vísað til þess að konur varðveittu munnmælahefðina en Snorri varð fyrstur til að skrá frásagnir Gylfaginningar af goðunum og sköpun heimsins sem ömmurnar höfðu varðveitt fram að því.

13480251_10208663009948156_137285277_nBorghildur verður alltaf svo kát í kirkjugörðum að við vorum í hreinustu vandræðum með að hemja hana en allt fór þetta nú vel að lokum.

boggasnap5Hulla er ýkt hrifin af gulum repjuökrum en íslensk sóleyjatún eru líka krúttleg svo hún fékk smávegis aðkenningu af dönsku vori en þó án áburðarilmsins í Hullusveit.

13521808_10208662997507845_1856263405_n

13514508_10208662997587847_1490701223_n

Snapchat-1778834868516906440
Á þessari mynd er ég að leika Ingjaldsfíflið, ég er ekki svona í alvöru.

Deila

Share to Facebook