Þegar hnígur húm að Þorra

Hannes Hafstein orti skemmtilegt kvæði um Snorra sem er til í flutningi 14 Fóstbræðra. Mér finnst Megas nú reyndar betri en ég efast um að pabbi sé mér sammála.

Þegar hnígur húm að Þorra,
oft ég hygg til feðra vorra,
:,:og þá fyrst og fremst til Snorra.
sem framdi Háttatal.:,:

Áður sat hann skýr at Skúla,
og þar skálda lét sinn túla,
:,:bæði’ um hann og Hákon fúla,
sem hirti frelsi vort.:,:

Fögur knáttu gullker geiga,
sem að gaman væri’ að eiga,
:,:full af safa sætra veiga,
er sveif á alla drótt.:,:

Snorri kallinn kunni’ að svalla,
og að kæta rekka snjalla,
:,:þegar húmi tók að halla
í höllu Skúla jarls.:,:

Og hann þoldi þreyta bögur,
og að þylja fornar sögur,
:,: já, allt fram til klukkan fjögur
þá fór hann í sitt ból.:,:

Samt frá hilmi heim hann stundar
út til helgrar fósturgrundar
:,:og sitt skip að búa skundar
það skáldmæringa val. :,:

Þá kom bann frá herra Hákon,
sem var harður eins og drákon.
:,:„Ég er hákon –,“ sagði Hákon,
„ég er hákonservatív“:,:

„Ek vil út! Vil út að bragði!
Ek vil út„, þá kempan sagði.
:,:„Ek vil út,“ og út hann lagði
til Íslands sama dag. :,:

Af því beið hann bana síðar,
fyrir buðlungs vélar stríðar.
:,:Síðan gráta hrímgar hlíðar
og holt um Borgarfjörð. :,:

Ég er ekki viss um hvort HH á sjálfur heiðurinn af því lokaerindi sem ég lærði eða hvort einhver annar bætti því við síðar en ég læt það fylgja hér með. Þegar Haukur var lítill fannst honum þetta lokaerindi mjög fyndið:

Meðan hestar girnast hryssur
og horskir gera skyssur
:,:þá má skrattinn skeina Gissur
sem skáldmæringinn drap.:,:

Orðskýringar:
knáttu gullker geiga = þar voru gullker herkonungsins
drótt = hirð
hilmir = herkonungur
stundar = langar
drákon = dreki
hákon = konungur
hákonservatív = þetta er orðaleikur, konservatív er íhaldsmaður, sá sem vill viðhalda ríkjandi valdakerfi
buðlungs vélar = vélráð konungs
horskur = vitur og vammlaus
skeina = særa

Snapchat-8654873822751576198
Það var nú aldeilis ekkert húm hnigið að Þorra þennan dag þótt við hyggðum vissulega til Snorra og annarra feðra vorra, einkum þó okkar eigin elskulega föður.

Deila

Share to Facebook