Sigling með Lunda RE 20

lundiFyrsta stopp var við Reykjavíkurhöfn. Þaðan fórum við með gamla eikarbátnum Lunda RE 20 í siglingu út fyrir Reykjavík og skoðuðum fuglalífið í eyjunum. Fjölskylda Birgittu rekur þjónustu fyrir ferðamenn, þ.m.t. þennan bát og þau voru svo yndisleg að bjóða okkur í þessa ferð. Myndin er fengin af vefsíðu fyrirtækisins.

13514237_10208662979387392_953863228_nHulla var svo sannfærð um að það yrði gott veður að ég átti allt eins von á að hún myndi mæta í bikini en hún reyndist vera við öllu búin.

13479542_10208662979347391_1115352715_n
Þarna er ég að reyna að vera eðlileg

4
Með þessum glæsilega árangri

bogga8
Aðeins að laga hárið

bogga7
Tilbúin

13480115_10208662979667399_193711733_n 13492766_10208662979707400_1956514219_n

13487711_10208662979547396_593748097_n
Fyrirtækið útvegar hlífðarfrakka og svo fær maður lánaðan sjónauka svo maður sjái nú svipbrigðin á fuglunum. Ég borðaði greinilega ekki nógu margar pönnukökur í morgunmat því þarna er ég orðin svo hungruð að ég varð að fá mér smá nögl.

13515294_10208662980307415_1412526236_n
Akurey er sumarfrísstaður dýranna í Húsdýragarðinum. Við sáum þau reyndar ekki en þeim mun fleiri sjófugla.

Snapchat-4588055526801778183
Sólarlaust en 11°C og ekki hvasst. Okkur varð ekki kalt en hlífarjakkarnir komu líka að góðum notum.

Snapchat-5065429535678259573

Í Viðey var klaustur á miðöldum og á síðari öldum var þar holdsveikraspítali. Á 18. öld lét Skúli landfógeti reisa húsið sem hýsir Viðeyjarstofu, hún er elsta hús Reykjavíkur. Í Viðey hafa verið gerðar merkilegar fornleifarannsóknir.

Snapchat-1732475816616705637Það er mjög gaman að sjá Reykjavík af sjó og við mælum með ferðinni.

13487646_10208663074109760_1201263765_n
Glæsilegur háseti

 7
Okkur Hullu finnst Harpan ósköp ljót en það er samt gaman að sjá hana af sjó

Snapchat-3438428531371856293
Margir halda að Sólfarið tákni víkingaskip og þar sem það er samsett úr göfflum sem eru alveg eins og algengasta rúnin úr heiðnum sið er það frekar eðlileg túlkun. Sólfarið á þó ekki að tákna víkingaskip heldur skip Mongólanna sem fylgdu sólinni til vesturlanda. Mér finnst það reyndar dálítið fallegt þar sem ég hef sérstakt dálæti á skrifum Bergsveins Birgissonar um Geirmund heljarskinn, sem var landnámsmaður af mongólskum uppruna.

Snapchat-7557706257642757921

Snapchat-6869196835014141463Laupurinn hans Hrafns Gunnlaugssonar

Spottfinnur
Eftir siglinguna var svo haldið út úr bænum. Að vísu töfðumst við aðeins af því að fyrst þurfti að finna græju sem dygði til að spila þá tónlist sem Hulla var búin að hlaða niður á símann sinn. Það var sko ekkert graðhestarokk heldur bara almennileg tónlist sem var spiluð á heimilinu þegar við vorum að alast upp. Kántrí, t.d. Kenny Rogers og Tammy Wynette. Gömul popptónlist með Neil Sedaka o.fl. og auðvitað íslenskar eðalperlur með Vilhjálmi Vilhjálms og fleira af því tagi. Calypso, aðallega Harry Belafonte og auðvitað Þrjú á palli með írska þjóðlagatónlist. Við elskum Spotify.

Reyndar er Spotify (eða Spottfinnur) samt ekki eins fullkominn og Hulla hélt því þegar hún bauð pabba að velja óskalög fann Spottfinnur ekki Saumakonuvalsinn (ég lái honum það ekki því ég þekki hann ekki heldur) eða önnur lög úr fornöld. Að lokum fann hann samt Alfred Clausen, sem ég held að hafi verið hálfbróðir Ingólfs Arnarsonar eða allavega ennþá eldri en pabbi. Við systurnar munum þó sannarlega eftir þessu ágæta lagi með Hauki Morthens sem er vel við hæfi að hlusta á þegar ekið er út úr bænum.

Ó borg, mín borg
ég lofa ljóst þín stræti
þín lágu hús og allt sem fyrir ber.
Og þótt tárið oft minn vanga væti
er von mín einatt, einatt bundin þér.

Og hversu sem að aðrir í þig narta
þig, eðla borg, sem forðum prýddir mig.
Svo blítt, svo blítt sem barnsins unga hjarta
er brjóst mitt fullt af minningum um þig.

Um síð, um síð ég kem og krýp þér aumur
og kyssi jafnvel hörðu strætin þín.
Því af þér fæddist lífs míns ljósi draumur
eitt lítið barn og það var ástin mín.

Deila

Share to Facebook