Lagt af stað í óvissuferð

Þar sem pabbi þekkir nánast hverja þúfu á þessu landi er kannski fullmikil bjartsýni að tala um „óvissuferð“ innanlands en reyndar tókst okkur að koma honum nokkuð á óvart í upphafi ferðar. Pabbi vissi nefnilega ekki að Hulla kæmi með.

Ég sótti pabba um 8 leytið á mánudagsmorgni og við fórum til Borghildar í amerískan bröns. Hún byrjaði á því að stilla okkur upp til myndatöku og hér má sjá hvernig Hulla var kynnt til sögunnar:

bogga1 (2)  bogga2

Brosa!

bogga3  bogga4

Já, einmitt svona!

bogga5  bogga6

Hulla var búin að ljúga því að pabba að hún ætti að fara í síðasta prófið á mánudeginum og hafi pabba grunað að hún væri að koma þá er hann betri leikari en mér hefði dottið í hug, að minnsta kosti var svipurinn á honum þegar hún birtist mjög sannfærandi.

Hér er hægt að sjá þessa óvæntu endurfundi betur. Þessi fb-síða sem hýsir myndbönd úr ferðinni o.fl. efni er lokuð en það eru engin leyndarmál á henni svo vinir og vandamenn fá aðgang ef þeir vilja.

pancakes-and-bacon-300x225Sennilega hefur morgunverðurinn líka komið á óvart því pabbi sá ekkert gífurlegan mun á amerískum pönnukökum og lummum. Hann át þær nú samt með bestu lyst ásamt hlynsýrópi, smjöri og beikoni enda veitti ekki af orku fyrir átökin framundan 🙂 Smellið á myndina til að sjá upprunann.

Deila

Share to Facebook