Borgarnes

13515284_10208662996707825_176943795_n
Úr Reykjavík var haldið og Hulla sem spáði töluvert betra veðri en Veðurstofan, sat með sólgleraugu í bílnum þótt ekki sæi til sólar. En ef trúin getur flutt fjöll getur hún líka flutt skýin og þegar við nálguðumst Borgarnes var veðrið orðið eins og að sumri. Á þessum fallega stað rétt fyrir neðan Borgarnes lögðum við bílnum.

13466525_10201775382621650_6510014961626420215_n
Við fundum okkur notalegt rjóður þar sem við borðuðum nestið okkar, kaffi á brúsa og samlokur að hætti Hullu, með allskonar framandlegu áleggi, grænmeti og sinnepssósu. Hún hafði sko tekið ca 50 áleggspakka með sér frá Danaveldi. Ef ég þekki hana rétt hefur hún svo tekið bjúgu, kótilettur og saltkjöt með sér til baka.

13510597_10208662980267414_638111653_n

Borgarneskirkja

13521707_10208662996907830_448480952_nVið skoðuðum kirkjuna í Borgarnesi og hittum þar mjög svo viðkunnanlegan djákna sem sagði okkur frá hitaveituslysi sem varð þar fyrir nokkrum árum.  Vatn flæddi þá yfir allt og töluverðar skemmdir urðu. Eftir óhappið voru bekkirnir bólstraðir svo það er hreint ekki vont að sitja á þeim. Það var mikil heppni að djákninn hafði fengið tiltekarkast nokkru áður og komið allskonar dóti sem ekki átti heima í kirkju í hendur safnahússins en margir af þeim munum hefðu annars skemmst.

13487647_10208662997347841_1184334203_n (1)Myndin er ekki alveg í fókus en það sést amk nokkurnveginn hvernig djákninn lítur út. Takið eftir sjónarhorninu; hvernig myndin er tekin í ca 15° halla, þetta er hinn sérstaki kirkjuljósmyndastíll Hullu sem við eigum eftir að kynnast betur.

13480143_10208662997427843_212605938_nHægt er að kaupa bekk til minningar um látna ástvini og þá er svona skilti sett á bekkinn

bogga20Ekki ónýtt að hafa svona útsýni þegar kirkjugestir eru alveg að sofna af leiðindum

  13  bogga19
Maður gæti nú notað þetta huggulega húsgagn sem skál undir kleinur

bogga18
Hér er Hulla á leið upp að altarinu að leita að messuvíni en sem betur fer kom djákninn áður en hún fann það. Annars er erfitt að segja til um hvernig ferðin hefði endað.

bogga15Í svona blíðu er eiginlega ekki réttlætanlegt að fara á söfn sem tekur langan tíma að skoða en við höfðum gert ráð fyrir að skoða Landnámssetrið ef veðrið byði ekki upp á útivist. Við fórum þó ekkert varhluta af Egilssögu því við skoðuðum Eltingu, þ.e. listaverk sem er tileinkað Brák fóstru Egils, og Skallagrímsgarð og rifjuðum auk þess upp nokkrar frásagnir úr Egils sögu. Ég á allt eins von á því að þrátt fyrir stórkostlega frásagnargáfu mína hafi pabbi og trítlurnar gleymt einhverju því þau voru stöðugt að suða um frímínútur. En þau SKULU læra það sem ég var að reyna að kenna þeim, svo á morgun ætla ég að birta eitt og annað um Egils sögu. Ég mun svo hlýða þeim yfir í næsta fjölskylduboði.

6

Deila

Share to Facebook