Ég er ekkert að flytja til Íslands

Síðustu tvo daga hafa margir komið að máli við mig. Ekki samt til að hvetja mig til að fara í framboð heldur til að spyrja hvort við Einar séum að flytja til Íslands, svona í ljósi þess að hann ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri, hjá Pírötum að sjálfsögu.

Ég er í skóla hér í Glasgow og er ekkert að flytja til Íslands í vetur að minnsta kosti. Ef svo fer að Einar lendi á þingi þá verður hann auðvitað að flytja til Íslands og ég á þá frekar von á því að ég yrði þar næsta vetur. Mig langar ekkert til þess en mig langar heldur ekki að vera langtímum án hans.

Deila færslunni

Share to Facebook