Lögur er andlegust rúna. Hún táknar vatnið sem þrátt fyrir mýkt sína er einn af frumkröftum náttúrunnar, í senn lífgefandi og eyðandi. Lögur er lækningarún og einnig notaður sem tákn þess sem finnur sér farveg fram hjá hindrunum ef hann getur ekki rutt þeim úr vegi. Þakklæti og hugarró þarf til að rúnin hafi áhrif í galdri.
Í rúnalestri getur Lögur táknað lækingu, kærleika og andlega næringu. Ef spyrjandinn er námsmaður, frumkvöðull, listamaður eða fæst við umönnun eða sálgæslu, boðar Lögur honum gæfu. Ef hann er í vandræðum mun hann finna leið út úr þeim af eigin rammleik.