Mannsrúnin er torræðasta rún norræna rúnarófsins. Hún táknar sjálfsvitund mannsins. frjálsan vilja hans og hæfni hans og skyldu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og líta heiminn og sjálfan sig gagnrýnum augum, án þess að vera niðurrífandi. Rúnin er notuð í galdri þegar reynir á rökhyggju og viljafestu og einnig þar sem þörf er fyrir góð samskipti.
Í rúnalestri táknar Maður sjálfstæði og viljafestu spyrjandans ef hún kemur upp ein en með öðrum rúnum getur hún táknað aðra manneskju, vin, fjölskyldumeðlim, ráðgjafa eða óvin, allt eftir því hvaða rúnir standa með henni.