Jór er reiðskjótinn sem ber manninn á vit nýrra ævintýra. Eða nýrra ógna ef svo ber undir. Jór er skyldur rúninni Reið en ólíkt henni táknar Jór að ef maður vill breyta aðstæðum sínum þá verður hann að gera eitthvað í því sjálfur. Í galdri er Jór notaður til þess að öðlast kjark og visku til að taka erfiða ákvörðun og sem vegvísir.
Í rúnalestri táknar Jór að spyrjandinn standi frammi fyrir tveimur eða fleiri valkostum og hann má ekki daga það lengi að taka ákvörðun því þá fer hesturinn af stað án hans. Nærliggjandi rúnir gefa til kynna hversu ánægjuleg ferðin verður.