Smælki

Að eiga samtal við veiruna

Ég er svo háöldruð að ég man þegar fólk tókst á við vandamál og talaði saman. Núorðið tekst enginn á við neitt heldur eru vandamál og verkefni „ávörpuð“. Og þrátt fyrir allar þessar ávarpanir talar enginn við neinn heldur á fólk samtal.

Og ég, sem vil helst að allt sé rökrétt, hugsaði sem svo að hér vær eilítill merkingarmunur – að eiga samtal gæfi til kynna jafnvægi í samtalinu, gagnkvæma hlustun. Svo heyrði ég heilbrigðsráðherra tala um að „eiga samtal við veiruna“. Væntanlega mun heilbrigðisráðherra ávarpa kórónuveiruna með tilhlýðilegri virðingu. Ég hlakka til að heyra hverju veiruskrattinn svarar.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago