Íslenskt mál

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að „rétt mál“ sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak sem málsamfélagið (með ákveðnum greini) sé raunverulega eitt samfélag þar sem víðtæk sátt ríkir um beygingar, framburð, setningagerð og merkingu orða. Sum orð skipta eðlilega um merkingu með breyttum tímum (búð, sími, að pæla o.s.frv.). Við sem súpum hveljur yfir því að merking orða hverfi, t.d. þegar húnn er kallaður bjarnarungi, verðum þá bara að halda kjafti enda stöndum við víst utan „málsamfélagsins“ og þegar allt kemur til alls eru dæmi um bjarnarunga á tímarit.is.

En hvað með orðtök og málshætti sem spretta úr menningu fortíðar – verða afbakanir á þeim réttar þegar margir taka þær upp? Stundum skiptir ekki höfuðmáli upp á merkinguna þótt eitthvað skolist til. „Dropinn holar steininn“ eða „dropinn holar harðan stein“ – merkingin er sú sama.

Stundum geta málshættir líka haldist óbreyttir þótt merkingin breytist að einhverju leyti. „Betra er autt rúm en illa skipað“ getur röklega alveg vísað til mikilvægis þess vanda til makavals enda kannski fleiri í þeim sporum þessi árin að finna ekki ákjósanlegan maka en þeir sem þurfa að ráða menn í skipsrúm.

En geta orðtök og málshættir orðið „rétt“ þegar myndmálið verður fáránlegt? Getur talist rétt að „berjast á banaspjótum“, „bíta í það súra enni“ eða „að tala fyrir tómum eyrum“ ef nógu margir taka slíkar samsetningar upp í algjöru hugsunarleysi?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago