Sverrir Agnarsson hefur nú svarað áskorun minni um að fordæma íslömsk refsilög sem tóku gildi í Brunei þann 3ja apríl sl. Vegna þrýstings frá mannréttindasamtökum og frægu fólki sem hefur hvatt til sniðgögnu á fyrirtækjum í eigu soldánsins og fjölskyldu hans hefur Brunei ákveðið að hætta við framkvæmd refsinga að sinni. Ekki stendur þó til að afnema lögin. Hér er svar Sverris við áskorun minni.

Svar Sverris

Afhverju í ósköpunum ætti ég að fordæma einhverja lagasetningu í Brunei þar sem ríkja fyllibyttur og hræsnarar sem ég hef aldrei skilið. Það hafa ringt yfir þá mótmælum og álitsgerðum frá lærðustu fræðimönnum Íslam í dag og afhverju ætti ég að mótmæla Sharía nema þínum skilningi á henni.

Þessi skrif um Islam hér á norn.is eru óupplýst breiðsíðu árás á Islam sem ég ætla svara í smáatriðum og það tekur smá tíma en Íslam er ekki að fara neitt og þetta kemur með kalda vatninu.

Ef Sharía fær eitthvað vægi í Brunei verður enginn hýddur, aflimaður eða drepinn vegna framhjáhalds eða samkynhneigðar.

Þú ættir ef þú vilt Brunei vel að krefjast að þeir taki upp Sharía og fylgi henni eftir – þá þarf soldáninn að fara að deila auðæfum sínum með almenningi, hitta hvern þann sem það vill, banna að taka eignir upp í skuld taka á móti landflótta gyðingum og kristnum og taka á móti öllum múslímskum flóttamönnum svo lengi sem auðævi hans duga.

Ottómanveldið tók á sínum tíma á móti brottrækum gyðingum frá Spáni í hundraðþúsunda tali og hjá Ottóman var ein grýting á 500 árum og engin í Sýrlandi og þú talar eins og um faraldur sé að ræða og múslímar geisist um víða veröld í leit að sökudólgum en sú iðja er meira amerísk en bönnð í Sharía.

Ef s.k.múslímsk þjóðríki (þjóðríki í Íslam er öfugmæli) tækju upp að stjórna samkvæmt Sharía yrði heimurinn betri og það er árangurríkasta leiðinn til að rétta hlut kúgaðra á þessum svæðum að krefja stjórnvöld um að fylgja Sharía ekki bara í orði og á tyllidögum eða nýta hugakið í popúlistíkum tilgangi eins og í Brunei.

Myndin sýnir Hassanal Bolkiah, soldán Brunei (EPA)