Categories: Íslenskt mál

Tvöfaldur og tvítekinn

Þvottapottur, innivinna, happatappi, rottuskott, kakkalakki,

Ég fann Fésbókarfærslu frá 2013 þar sem ég hafði beðið Fésverja að hjálpa mér að finna eða búa til fleiri orð af þessu tagi, þ.e. sett saman úr tveimur orðum með sömu samstöfunni af einum sérhljóða og tvöföldum samhljóða. Hér eru tillögur. Endilega bætið við.

  • Abbababb
  • Afdráttarháttur
  • Akkerisstrokkur
  • Allamalla
  • Allmikill
  • Almenningsmannvirki
  • Almenningsmenntun
  • Atvinnubótavinna
  • Áhættuþættir
  • Bakkabakki
  • Bakkaþykkur
  • Balljökull
  • Bjallkolla
  • Bjarnarfellsvellir
  • Blikkbakki
  • Bómullarkjóll
  • Braggabygging
  • Brennumenn
  • Brekkuslakki
  • Bryggjuveggur
  • Byggðatrygging
  • Byggingarlöggjöf
  • Bæjarblokkapakk
  • Dellukelling
  • Djassbassi
  • Djassrass
  • Duggandaregg
  • Dótturdóttir
  • Drullufullur (full of shit)
  • Drullumall
  • Ellismellur
  • Eggjasleggja
  • Eggjaskyggning
  • Eyjafjallajökull
  • Fellahellir
  • Fimmtomma
  • Flokkssamþykkt
  • Fjallakall
  • Fokkublökk
  • Gibbagibb
  • Glöggskyggn
  • Hakkpakki
  • Hallarkristall
  • Happatappi
  • Hassmassi
  • Hellufell
  • Hottintotti
  • Hrukkuskrukka
  • Hryggðarskuggi
  • Innbúinn
  • Innipinni
  • Innivinna
  • Kakkalakki
  • Kassahlass
  • Kattarskratti
  • Kennimenn
  • Kibbakibb
  • Kommaskömm
  • Kossablossar
  • Krakkajakki
  • Krakkaprakkari
  • Kvennamenn
  • Kvennamenning
  • Kvennamenntun
  • Labbrabbtæki
  • Lakkbakki
  • Lakkríspakki
  • Leggjasleggja
  • Lottópottur
  • Menningareinkenni
  • Mokkajakki
  • Náttblátt
  • Obbobobb
  • Oddasnidda
  • Óþekktarhnokki
  • Pappamappa
  • Rakkarapakk
  • Rottuskott
  • Saggabraggi
  • Sikksakk
  • Sokkagarnsdokka
  • Sleggjuhögg
  • Skallakall
  • Sullumbull
  • SwissMiss (ekki íslenskt orð en samt …)
  • Tryggingalöggjöf
  • Tröllaböllur
  • Ullarkjóll
  • Veggjasleggja
  • Þvottapottur
  • Öryggistrygging

Vafasöm:

  • Bossakoss
  • Brussufruss
  • Búlludúlla (sæt stelpa sem hefst við á öldurhúsum)
  • Byssuskyssa (Hraunbæjarmálið – bara smá mistök þú´st)
  • Dekkjaskekkja
  • Fjallaþallir
  • Frakkapakk (við hötum ekki Frakka, þetta er bara leikur)
  • Fussumfruss
  • Glögglögg
  • Hrossakoss
  • Hrossatossar (lélegir hestamenn)
  • Kerruperri (fær kikk út úr því að sitja í tengivagni og r***a sér.
  • Klukkuskrukka
  • Löggutöggur
  • Löggubögg
  • Melludella
  • Mugguuggur (þ.e. ótti við þoku)
  • Mussujussa (við hötum ekki jussur sem klæðast mussum – bara leikur)
  • Pallasvall
  • Pottahrotti (sá sem hreinsar tefflonpotta með stálull)
  • Rottupottur (ef nautagúllassið er búið)
  • Rússajússa (við hötum heldur ekki feitar rússneskar konur)

Þessu tengt:

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago