Draumfarir næturinnar: Ég hafði tekið að mér að veita og afhenda fálkaorðuna.

Þeir sem ég taldi verðuga voru Margrét Tryggvadóttir fyrir að hafa ekið hjólbörum, fullum af grænum piparkornum yfir Öræfajökul, og Lommi, fyrir að hafa fundið upp ostaskera þeirrar náttúru að með honum mátti sneiða stjórnarskrána og hafa hana ofan á brauð.

Ennfremur tilkynnti ég „the High Commissioner for Governmental Bling-Bling“ í símskeyti með mynd af Landspítalanum, að orðan yrði hér eftir veitt á stafrænu formi.