Egg og sæði

Í gær hitti ég frænku mína og litlu dóttur hennar sem er getin með sæði úr sæðisbanka. Ég vissi það ekki fyrr en í gær að sæðisgjafar mega taka greiðslu fyrir sæðið en eggjagjafar mega ekki selja egg. Ástæðan er sú að eggjagjöf er litin sömu augum og líffæragjöf, væntanlega af því að konan þarf að gangast undir aðgerð til að hægt sé að sækja eggin.

Ég skil það sjónarmið að það megi ekki verða freistandi að gangast undir hættulegar aðgerðir. En er samt ekki dálítið klikkað að fella eggjagjöf undir líffæragjöf?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago