Fórum á safn í dag og sáum urmul af hrikalega ófríðum englum, heilögum meyjum og öðru fólki sem hefði þurft á fótósjoppu að halda. Það eftirminnilegasta er þessi mynd. Ég minnist þess ekki að hafa áður séð mynd af Jésúbarninu toga í tillann á sér. Þótt hann hljóti að hafa gert það eins og önnur sveinbörn.

Sá sköllótti sem gónir upp í klofið á barninu er Jósep, strákurinn sem er að þefa af tánum á Jésússi litla er Jóhannes skírari (væntanlega 6 mánaða) ljóshærða konan er heilög Barbara (sem fæddist 300 árum síðar) og dökkhærða stelpan er jómfrú María.

Ég er að fatta það fyrst núna að María er eitthvað að eiga við brjóstið á sér. Þetta er sennilega klámvæðing en ekki helgimynd.

Uppfært: Þessi mynd var fjarlægð af FB þar sem hún þótti of klámfengin. Þegar ég benti á að þetta væri klassískt listaverk var færslan birt aftur. Mig langar rosalega að vita hver klagaði þetta. Þetta er ekkert í fyrsta eða annað sinn sem álíka efni sem ég birti hefur verið tilkynnt.

Höfuðmynd: Fjölskyldan helga, eftir Paolo Veronese (1528–1588)

Þessu tengt:

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago