Fyrir mörgum árum heyrði ég sögu sem mér finnst líklegast að sé flökkusaga.

Stúlka varð brjálæðislega ástfangin af tilfinningalegum fávita. Hann kom illa fram við hana á milljón mismunandi vegu. Vanrækti hana, laug að henni, sveik loforð, brást henni þegar hún þarfnaðist hans, hélt fram hjá henni, gagnrýndi hana harkalega, gerði ósanngjarnar kröfur til hennar, o.s.frv. o.s.frv. Að lokum toppaði hann svo skíthælsháttinn með því að dömpa henni fimm mínútum áður en hún átti að stíga á svið og flytja erfitt verk á tónleikum.

Stúlkan varð að vonum miður sín en á nokkrum dögum breyttist sorgin í reiði og hún ákvað að láta ekki brjóta sig niður heldur taka til hefnda. Hún flutti lögheimilið sitt í ræktina og lifði á skyri og gulrótum í þrjá mánuði. Léttist um 12 kg og fékk flottan kúlurass og sléttan maga. Sofnaði út frá sjálffstyrkingarbókum og endurnýjaði fataskápinn og snyrtivörulagerinn.

Rúmum þremur mánuðum eftir dömpið mætti hún svo í samkvæmi þar sem hún vissi að fávitinn yrði staddur. Hún blakaði augnhárunum og svo fór að hann bauð henni með sér heim. Gaurinn var mikill áhugamaður um bindileiki og var svo þrælheppinn að sú ástfangna og endurnýjaða, sem aldrei hafði verið spennt fyrir slíku áður, hafði á þessum þremur mánuðum þróað mér sér skyndilegan áhuga á handjárnum og leðurbindingum. Hún batt viðfang hefndarþorsta síns kirfilega við rúmið með lostafullu látbragði og keflaði hann með boltakefli. Fávitinn reiknaði með að hún myndi svo fullnægja honum. Þess í stað fékk hann gullregn yfir smettið á sér. Á því hafði hann engan áhuga og allra síst yfir andlitið, hvað þá í sínu eigin rúmi. En stúlkan bara hló. Svo skellti hún einum brúnum á bringuna á honum.

Stúlkan fór svo í sturtu, kom aftur inn í herbergi til fávitans og á meðan hún klæddi sig og snyrti, útskýrði hún fyrir honum að hún kynni hreinlega enga aðra leið til að koma honum í skilning um það hvernig henni hefði liðið vegna hans framkomu. Svo fór hún. En hún fór reyndar ekki langt, heldur bara í partýið aftur. Þaðan sendi hún hóp fólks til að losa gaurinn. Það þótti honum ekki skemmtilegt.

Mér finnst ólíklegt að þetta atvik hefði verið kært enda þótt það hefði átt sér stað í alvöru. En ef þetta hefði nú gerst og ef þolandinn hefði viljað kæra þetta, hvaða lagagrein hefði þá átt við? Þótt maðurinn hafi undirgengist fjötrun og keflun sjálfviljugur er það augljóslega brot gegn frjálsræði manns að losa hann ekki þegar hann gefur til kynna að hann sé búinn að fá nóg svo eðlilegt væri að dæma slíkt brot sem frelsissviptingu. En hér er meira en brot gegn frjálsræði inni í myndinni og ég veit ekki hvernig það yrði flokkað. Hvað ef maðurinn hefði ekki verið bundinn heldur verið sofandi og vaknað við þessa meðferð?

Það er fráleitt að tilgangur konunnar í sögunni hafi verið sá að fá eitthvað út úr þessu kynferðislega. Markmiðið var niðurlæging. Að að valda tilfinningalegu tjóni í hefndarskyni fyrir niðurlægingu og annað tilfinningalegt tjón sem ekki telst refsivert. Engin kynferðismök áttu sér stað og það sem særði blygðunarkennd mannsins var ekki „lostugt“ athæfi samkvæmt venjulegri notkun orðsins heldur einmitt sá hluti atburðarins sem vakti hvorugu þeirra losta. Hefur „lostugt athæfi“ annars verið skilgreint í lögum?

Ég veit ekki hvort lögin ná yfir hegðun á borð við að losa úrgang yfir bundinn mann eða sofandi mann í þeim tilgangi að niðurlægja hann en hvernig finnst lesendum að væri eðlilegast að flokka ofbeldi af þessu tagi. Sem kynferðisbrot? Brot gegn blygðunarsemi? Eða eitthvað annað?