Ég fór svo mikið að hugsa um bleikt og blátt þegar ég las þennan pistil. Ég er algjör sökker fyrir samsæriskenningum. Keypti t.d. inside job kenninguna um 11. september algjörlega og nú er ég hreinlega í vímu yfir kenningu Chomskys um að samsæriskenningin sjálf sé samsæri um að draga athyglina frá einhverju athyglisverðara. Kenningin um að hið illa feðraveldi hafi sameinast um að stela bláa litnum frá konunum og fleygt í okkur væmna, bleika litnum í staðinn, hefði átt að smjúga inn í hjarta mitt. Ef út í það er farið hef ég gleypt margar ótrúlegri kenningar hráar.

Dansi, dansi dúkkan mín
dæmalaust er stúlkan fín.
Voða fallegt hrokkið hár
hettan rauð og kjóllinn blár…

Ég man eftir sjálfri mér á fjórða ári reyna að sannfæra ömmu mína um að kjóllinn hlyti að vera bleikur en nei hann var blár, blár var líka stelpulitur í gamla daga, eða hvað?

Bleikur er sjálfstæður litur

Og já, það er eitthvað væmið við bleikt, eitthvað svona jarðaberjaís og candyfloss, ekki undarlegt þótt feðraveldið hafi viljað hreinsa hendur sínar af öllu því sem bleikt er. Ég ætti erfitt með að taka bleikan fána alvarlega. Rauður fáni, auðvitað, en bleikur … Ljósbláir fánar koma hinsvegar alveg til greina og þessvegna fór ég að velt  því fyrir mér hvort sé í rauninni meiri munur á rauðu og bleiku en djúpbláu og ljósbláu. Ég upplifi nefnilega bleikan sem sjálfstæðan lit á sama hátt og appelsínugulan, frekar en ljósara afbrigði af rauðum. Ég skynja aftur á móti ljósbláan sem afbrigði af bláum.

Ég hugsaði sem svo að tungumálið hlyti að hafa þessi áhrif. Við notum sérstakt orð um bleikan, rétt eins fjólubláan og appelsínugulan. Á hinn bóginn er hugsanlegt að við höfum tekið upp sérstakt nafn fyrir bleikan vegna þess að hann er sjálfstæðari í hugum okkar. Ég spurði fólk álits á þessu á facebook og þeir sem svöruðu bentu á áhugaverða tengla. Samkvæmt þessu virðist meirihluti fólks telja bleikan sjálfstæðan lit, fremur en bara ljósara afbrigði af rauðu og mér var einnig bent á þessa grein en samkvæmt henni er rökrétt ástæða fyrir því að við lítum á bleikan lit sem eitthvað annað en ljósrautt.

Although pink is roughly considered just as a tint of red, in fact most variations of pink lie between red, white and magenta colors. This means that the pink’s hue is somewhat between red and magenta.

Þetta stemmir. Ef maður lýsir hreinan rauðan lit, án þess að bæta neinu bláu eða gulu í hann, er niðurstaðan þessi litur, sem flestir myndu tala um sem rauðan tón fremur en bleikan.

Liturinn sem venjulega er kallaður bleikur er með bláum undirtón.

Og það kemur á daginn að ég er ekki ein um þessa skynjun, fólk sýnir allt önnur viðbrögð við bleikum en rauðum. Bleikur litur er róandi og dregur jafnvel úr líkamsstyrk . Maður hefði nú samkvæmt því haldið að það gæfist vel a nota bleikt sem aðallit í fangelsum. Það hefur verið reynt með misjöfnum og oftast slæmum árangri en það kemur nú kannski ekki á óvart þegar tilgangurinn er í raun ekki sá að nýta sálræn áhrif litarins heldur sá að niðurlægja fangana. Það þykir auðvitað verulega niðurlægjandi fyrir svona harðjaxla að klæðast eins og veikara kynið.

Hvað sem því líður göngum við út frá því að í gamla daga hafi bleikt verið strákalitur en blátt stelpulitur og eðlilegt að spyrja hvernig þetta snerist við. Af hverju eignuðu karlar sér bláa litinn sem áður var stelpulitur af því hann tengdist Maríu mey? Af hverju eru þjóðfánar bláir (líka ljósbláir) og rauðir en ekki bleikir? Er bleiki liturinn óvinsælli en sá blái af því að hann er í eðli sínu væminn litur og einfaldlega ljótari? Byrjaði fólk á því í upphafi 20. aldar að klæða sveinbörn í bleikt af því að það var haldið þeim misskilningi að bleikt væri útþynntur rauður litur en áttaði sig svo smásaman á því að bleikur er í eðli sínu væminn og söðlaði um í samræmi við það?

Voru menn yfirhöfuð með hugmyndir um stelpu- og strákaliti fyrr en á 20. öld?

Hversvegna er bleikt kvenlegt?

Einhver ástæða er allavega fyrir því að fánar eru ekki bleikir. Ekki nútíma þjóðfánar og þjóðfánar hafa reyndar aldrei verið bleikir þrátt fyrir þá hugmynd að rautt og þar með bleikt hafi tengst karlmennsku.

Hvað með siglingafána 18. aldar? Það er áreiðanlega lítið að marka litina í þessari mynd, hún er gömul, kannski upplituð og svo blekkir tölvuskjárinn. Samkvæmt seinni tíma myndum af sumum þessara siglingafána hafa þeir verið rauðari en myndin gefur til kynna. Ég hef þó ekki fundið nema fáa þeirra svo ef einhver getur bent mér á tengil sem vísar á bleika fána væri það vel þegið.

Hvað sem bleika litnum líður þá er greinilegt að í gömlu siglingafánunum er rauði liturinn töluvert meira áberandi en sá blái. Rauðir litir eru líka algengastir í nútíma þjóðfánum þrátt fyrir að rautt eigi víst að teljast stelpulitur í dag. Eru fánar kannski ekkert svo karllæg fyrirbæri? Bláir litir og grænir skipa einnig stóran sess og mér virðist meiri stemning fyrir djúpbláum eftir því sem norðar dregur. Hefur umhverfið áhrif? Eru fánahönnuðir líklegir til að nota þá liti sem einkenna náttúruna á hverjum stað?

Hvað er blátt í náttúrunni? Víðáttan, hefði ég haldið, himinn, haf og fjöll í fjarska. Tengjum við bláa liti við frelsi? Græna við frjósemi? Viljum við sameiginingartákn sem vekja hugboð um baráttuvilja, frelsi, frjósemi? Og hvað er í heiminum bleikt? Blóm. Eðalsteinar auðvitað og sumar skeljar en stórir, skærbleikir fletir eru ekkert algengir. Það eru þá helst blómabreiður og blómstrandi tré, annars er bleikt landslag oftast með brúnum eða gráum undirtónum.

Manngerðir, bleikir hlutir eru sjaldan virðulegir og einatt dísætir. Candyfloss er bleikt og allskyns krúttlegir hlutir sem markaðsettir eu með litlar stelpur í huga. Bónusgrísinn er ekki beinlínis tignarlegur og kettir með svart trýni þykja virðulegri en kettir með bleikan nebba. Ef kona væri að sækjast eftir valdastöðu og væri uppálagt að klæðast ljósum litum, myndi hún sennilega frekar velja bláan eða gráan tón en bleikan jafnvel þótt hún feli ekki kynferði sitt með því.

Varð bleikur að stelpulit af því að hann mininr á candyfloss og blómabreiður? Af því að hann er í eðli sínu sætur, blíður, gersneyddur virðingu og dregur úr manni líkamlegan mátt? Hrifsaði feðraveldið til sín bláa litinn, meyjarlitinn, af því að frelsi, sjálfstæði, rósemd og virðing þótti eiga betur við um karla en konur? Ég verð að játa að ég er ponkulítð skotin í kenningunni, enda þótt hún beri keim af dálítið móðursýkislegum feminisma.

 Hvar eru heimildirnar fyrir því að bleikt hafi verið strákalitur?

Það sem vekur mér efasemdir er hins vegar tvennt; það virðist bara vera illa rökstudd tilgáta að tengingin við Maríu mey hafi gert bláa litinn að stelpulit. Þessu er víða haldið fram en einu heimildirnar sem ég hef séð fólk benda á eru aðrar amatörgreinar þar sem þetta er fullyrt án rökstuðnings.

 Bleiki liturinn virðist ekki hafa verið kynbundinn á 17. og 18. öld.

Fljótt á litið bendir fátt til þess að nokkurntíma hafi ríkt sterk hefð fyrir því að tengja bleikt karlmennsku. Rautt vissulega jú en sá siður að klæða sveinbörn í bleikt virðist helst hafa verið tískubóla, eitthvað sem tíðkaðist í kannski 20-30 ár ef þá svo lengi. Það er helst að sjá að það hafi ekki verið fyrr en snemma á 20. öld sem menn fóru yfirhöfuð að tengja saman lit og kynferði. Þjóðverjar voru farnir að tengja bleikt við telpur þegar um 1930 og í Bandaríkjunum var bleikt svotil eingöngu notað fyrir telpur um 1950, svo það er nú enginn óratími sem bleikur hefur verið talinn strákalitur.

Auk þess efast ég um að blár hafi nokkurntíma verið jafn kynbundinn og bleikir litir eru í dag. Þótt við tölum um blátt sem strákalit og bleikt sem stelpulit er þessi aðgreining ekkert svona afgerandi. Það er reyndar nánast bannað að klæða drengi í bleikt í dag en þótt meybörn og smástelpur sjáist kannski oftar í bleiku, bregður engum í brún þótt hann sjái litla stúlku bláklædda.

Bleikt var strákalitur, blátt stelpulitur -stenst þessi fullyrðing í raun? Kannski var tilhneigingin til staðar en var einhverntíma beinlínis óviðeigandi að nota bleikt fyrir stelpur? Þótti einhverntíma athugavert að klæða drengi í blátt? Getur verið að eina djúprætta tengingin við kynferði og liti sé sá 50 ára gamli siður að líta á bleikt sem ótækan lit fyrir karlmenn. 

Þegar allt kemur til alls var blái liturinn aldrei tekinn frá konunni. Við megum alveg nota blátt og gerum það sannarlega. Ef eitthvað var tekið frá einhverjum þá var það bleiki liturinn sem var tekinn frá karlmanninum. Og getur verið að bleiki þríhyrningurinn sem nazistar notuðu til að merkja homma, ráði meiru þar um en fyrirlitning á candyflossi og blómum? Getur verið að andstyggð fanga á bleika litnum endurspegli hommafóbíu frekar en kvenfyrirlitningu?

Þessi mynd af Prins Albert Edward í matrósafötum er frá 1846. Hefur bleikt einhverntíma verið sérstakur strákalitur eða átti það aðeins við um hvítvoðunga?

 

 

Red_flower_2-300x225

 

images

 

 

stelpa

prinsessa

painting1-236x300

Hversvegna er bleikt kvenlegt?

Einhver ástæða er allavega fyrir því að fánar eru ekki bleikir. Ekki nútíma þjóðfánar og þjóðfánar hafa reyndar aldrei verið bleikir þrátt fyrir þá hugmynd að rautt og þar með bleikt hafi tengst karlmennsku.

Hvað með siglingafána 18. aldar? Það er áreiðanlega lítið að marka litina í þessari mynd, hún er gömul, kannski upplituð og svo blekkir tölvuskjárinn. Samkvæmt seinni tíma myndum af sumum þessara siglingafána hafa þeir verið rauðari en myndin gefur til kynna. Ég hef þó ekki fundið nema fáa þeirra svo ef einhver getur bent mér á tengil sem vísar á bleika fána væri það vel þegið.

Hvað sem bleika litnum líður þá er greinilegt að í gömlu siglingafánunum er rauði liturinn töluvert meira áberandi en sá blái. Rauðir litir eru líka algengastir í nútíma þjóðfánum þrátt fyrir að rautt eigi víst að teljast stelpulitur í dag. Eru fánar kannski ekkert svo karllæg fyrirbæri? Bláir litir og grænir skipa einnig stóran sess og mér virðist meiri stemning fyrir djúpbláum eftir því sem norðar dregur. Hefur umhverfið áhrif? Eru fánahönnuðir líklegir til að nota þá liti sem einkenna náttúruna á hverjum stað?

Hvað er blátt í náttúrunni? Víðáttan, hefði ég haldið, himinn, haf og fjöll í fjarska. Tengjum við bláa liti við frelsi? Græna við frjósemi? Viljum við sameiginingartákn sem vekja hugboð um baráttuvilja, frelsi, frjósemi? Og hvað er í heiminum bleikt? Blóm. Eðalsteinar auðvitað og sumar skeljar en stórir, skærbleikir fletir eru ekkert algengir. Það eru þá helst blómabreiður og blómstrandi tré, annars er bleikt landslag oftast með brúnum eða gráum undirtónum.

Manngerðir, bleikir hlutir eru sjaldan virðulegir og einatt dísætir. Candyfloss er bleikt og allskyns krúttlegir hlutir sem markaðsettir eu með litlar stelpur í huga. Bónusgrísinn er ekki beinlínis tignarlegur og kettir með svart trýni þykja virðulegri en kettir með bleikan nebba. Ef kona væri að sækjast eftir valdastöðu og væri uppálagt að klæðast ljósum litum, myndi hún sennilega frekar velja bláan eða gráan tón en bleikan jafnvel þótt hún feli ekki kynferði sitt með því.

Varð bleikur að stelpulit af því að hann mininr á candyfloss og blómabreiður? Af því að hann er í eðli sínu sætur, blíður, gersneyddur virðingu og dregur úr manni líkamlegan mátt? Hrifsaði feðraveldið til sín bláa litinn, meyjarlitinn, af því að frelsi, sjálfstæði, rósemd og virðing þótti eiga betur við um karla en konur? Ég verð að játa að ég er ponkulítð skotin í kenningunni, enda þótt hún beri keim af dálítið móðursýkislegum feminisma.

Hvar eru heimildirnar fyrir því að bleikt hafi verið strákalitur?

Það sem vekur mér efasemdir er hins vegar tvennt; það virðist bara vera illa rökstudd tilgáta að tengingin við Maríu mey hafi gert bláa litinn að stelpulit. Þessu er víða haldið fram en einu heimildirnar sem ég hef séð fólk benda á eru aðrar amatörgreinar þar sem þetta er fullyrt án rökstuðnings.

pink

Bleiki liturinn virðist ekki hafa verið kynbundinn á 17. og 18. öld.

Fljótt á litið bendir fátt til þess að nokkurntíma hafi ríkt sterk hefð fyrir því að tengja bleikt karlmennsku. Rautt vissulega jú en sá siður að klæða sveinbörn í bleikt virðist helst hafa verið tískubóla, eitthvað sem tíðkaðist í kannski 20-30 ár ef þá svo lengi. Það er helst að sjá að það hafi ekki verið fyrr en snemma á 20. öld sem menn fóru yfirhöfuð að tengja saman lit og kynferði. Þjóðverjar voru farnir að tengja bleikt við telpur þegar um 1930 og í Bandaríkjunum var bleikt svotil eingöngu notað fyrir telpur um 1950, svo það er nú enginn óratími sem bleikur hefur verið talinn strákalitur.

images-1

Auk þess efast ég um að blár hafi nokkurntíma verið jafn kynbundinn og bleikir litir eru í dag. Þótt við tölum um blátt sem strákalit og bleikt sem stelpulit er þessi aðgreining ekkert svona afgerandi. Það er reyndar nánast bannað að klæða drengi í bleikt í dag en þótt meybörn og smástelpur sjáist kannski oftar í bleiku, bregður engum í brún þótt hann sjái litla stúlku bláklædda.

boy-in-a-sailor-suit-1913-198x300

Bleikt var strákalitur, blátt stelpulitur -stenst þessi fullyrðing í raun? Kannski var tilhneigingin til staðar en var einhverntíma beinlínis óviðeigandi að nota bleikt fyrir stelpur? Þótti einhverntíma athugavert að klæða drengi í blátt? Getur verið að eina djúprætta tengingin við kynferði og liti sé sá 50 ára gamli siður að líta á bleikt sem ótækan lit fyrir karlmenn?

Þessi mynd er frá 1913. Hefur bleikt einhverntíma verið sérstakur strákalitur eða átti það aðeins við um hvítvoðunga?

Þegar allt kemur til alls var blái liturinn aldrei tekinn frá konunni. Við megum alveg nota blátt og gerum það sannarlega. Ef eitthvað var tekið frá einhverjum þá var það bleiki liturinn sem var tekinn frá karlmanninum. Og getur verið að bleiki þríhyrningurinn sem nazistar notuðu til að merkja homma, ráði meiru þar um en fyrirlitning á candyflossi og blómum? Getur verið að andstyggð fanga á bleika litnum endurspegli hommafóbíu frekar en kvenfyrirlitningu?