Hér með tilkynnist: Að káfa á konu óviljugri er ekki góður siður. Það er dónaskapur og óþolandi framkoma, getur jafnvel flokkast sem misnotkun ef konan er ung, veik, drukkin eða af öðrum ástæðum í erfiðri aðstöðu til að frábiðja sér káfið. Það er hinsvegar ekki sálarmorð.Að taka börn frá foreldrum sínum og heilaþvo þau til að drepa mann og annan, það er sálarmorð. Að loka manneskju niðri í kjallara um langan tíma, jafnvel áratugum saman, það er sálarmorð. Að sprengja heimili fólks í loft upp, pynda það og einangra, það er sálarmorð.

Greyin mín, þið sem gjammið sálarmorð! í hvert sinn sem einhver strýkur læri óboðinn, hættið svo þessu gaspri og drullist til að takast á við þau ómerkilegu áföll sem þið hafið orðið fyrir í lífinu. Það kemst enginn í gegnum lífið án þess að verða fyrir einhverju og það er fullt af fólki þarna úti sem á við alvöru vandamál að stríða. Það er gróf móðgun við alvöru fórnarlömb að jafna minniháttar káfi við sálarmorð.