Kyn & klám

Hugleiðing um fórnarlömb

  • Stór meirihluti flóttamanna er karlkyns og þær konur sem flýja eiga töluvert meiri líkur á að fá aðstoð af mannúðarástæðum.
  • Stór meirihluti heimilslausra er karlkyns.
  • Mun algengara er að karlar svipti sig lífi.
  • Víða á Vesturlöndum er mun hærri fjárhæða varið til rannsókna og forvarna gegn kynbundnum sjúkdómum kvenna en kynbundnum sjúkdómum karla.
  • Mun algengara er að feður en mæður séu sviptir umgengni við börn sín.
  • Karlar verða mun oftar fyrir ofbeldi en konur og það þykir ekki nærri eins alvarlegt að karl verði fyrir líkamsárás.
  • Drengir eru í mun meiri hættu á að flosna upp úr skóla en stúlkur.
  • Karlar eru í meirihluta þeirra sem vinna hættuleg störf, allsstaðar í heiminum.
  • Piltar eru líklegri til að ánetjast vímuefnum en stúlkur.
  • Á Norðurlöndunum ljúka talsvert færri karlar en konur framhaldsnámi.
  • Vinnuveitendur sýna minna umburðarlyndi gagnvart fjarvistum og yfirvinnutegðu karla vegna fjölskylduaðstæna en fjarvistum kvenna af sömu ástæðum.
  • Drengur sem hegðar sér ‘stelpulega’, klæðist ‘stelpufötum’ og leikur sér að ‘stelpuleikföngum’ á frekar á hættu að verða fyrir áreitni vegna þess en stelpa sem hegðar sér samkvæmt stöðluðum hugmyndum um stráka.
  • Meiri líkur eru á að karl verði fyrir höfnun vegna slæmra félagslegra aðstæðna, lágra launa eða veikra líkamsburða, hvort sem er í vinnu eða félags- og tilfinningalega.
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago