Kyn & klám

Kvenhyggja er kynhyggja

Í orðræðu og áherslum þeirra sem aðhyllast kynhyggju enduspeglast sú skoðun að annað kynið sé hinu æðra og göfugra og að það sé allt í lagi að troða á mannréttindum ómerkilegra kynsins. Munurinn er sá að karlremban vill að karlar fái að kúga konur en kvenhyggjusinnar að konur fái að kúga karla.

Sá aðstöðumunur er á framgangi karlhyggju og kvenhyggju, að karlar höfðu til skamms tíma nánast öll völd á Vesturlöndum og hafa þau ennþá víðast hvar í veröldinni en konur hafa ekki þetta forskot.  Kvenhyggjusinnar stefna þó að því að konur nái undirtökunum og njóti forréttinda í krafti kynferðis síns, sem er auðvitað alveg jafnmikil kynhyggja. Í grunninn er þetta sama hugmyndafræði og náskyld þeirri sem kynþáttahyggja byggir á; þeirri trú að sumir menn séu fæddir til forréttinda og að þannig eigi það að vera.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago