Mér þætti fróðlegt að sjá niðurstöðuna um það hve hátt hlutfall karla verður fyrir ofbeldi af hálfu maka ef sömu skilgreiningar eru notaðar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi (það kemur mér á óvart að fjárhagslegt ofbeldi sé ekki í upptalningunni).  

Ég er nokkuð viss um að karlar beita konur frekar líkamlegu ofbeldi en konur karla, enda eru þeir einfaldlega sterkari. Ég held líka að karlar séu líklegri til að neita ef þeir eru spurðir hvort þeir búi við andlegt ofbeldi. Hinsvegar gæti niðurstaðan orðið önnur ef þeir fengju spurningar um það hvort makar þeirra geri oft lítið úr þeim, segi oft eitthvað sem veki sektarkennd eða þá tilfinningu að þeir standi sig ekki o.s.frv. Ætli sé, þegar upp er staðið mikill munur á því hvernig kynjunum líður í sambúð eða hjónabandi? Og hvaða endemis fórnarlambsheilkenni er þetta eiginlega sem konur eru haldnar? Af hverju fara þær ekki bara ef karlarnir eru vondir við þær?