Categories: Íslenskt málSmælki

Þýðingagátur

Prófarkalesarar þurfa helst að hafa gaman af því að ráða gátur. Einkum þegar próförkin er þýdd úr ensku. Það virðist nefnilega sem nóg sé að kunna hrafl í ensku til að fá vinnu við þýðingar en íslenskukunnátta sé álitið algert aukaatriði.

Dæmi dagsins: fullkomið sæti til afslöppunar. Ég reikna með að hér sé átt við fyrirbæri sem í mínu ungdæmi var kallað hægindastóll.

Uppáhaldsmálsgreinin mín, af öllum sem ég hef tekið að mér að lesa yfir, er þessi:
Samtöl eru fyndin og það er snúið skemmtilega upp á alls konar grín með því að manngera mörgæsir sem gefur tilefni til margra fyndinna brandara.

Það er langt síðan ég fékk þennan texta í hendurnar en ég er enn að reyna að ráða fram úr þessu dulmáli. Mér dettur helst í hug að það að snúa skemmtilega upp á grín sé þýðing á twisted humor.

Þessar manngerðu mörgæsir sem snúið er upp á með gríni eru að leita að sæti til afslöppunar

Þessu tengt:

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago