Hvað eiga farfuglar, þjóðhöfðingjar, kvikmyndastjörnur, mótmælendur og vændiskonur sameiginlegt?
Jú, koma þeirra til landsins þykir verðugt fréttaefni.
Sem hlýtur að merkja að þau séu miklir áhrifavaldar í samfélaginu. Eða ekki.

Hvað er annars orðið um varnir landsins? Það lítur bara út fyrir að hver sem er geti vaðið inn fyrir landssteinana. Fyrir nokkrum vikum voru það mótmælendur, nú er það hóra!

Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir Íslendinga. Við sem erum búin að banna einkadansinn. Auðvitað héldum við að það yrði til þess að útlendingar hættu bara við að koma til að stunda kynlífsþjónustu á Íslandi. Að vísu var vændi lögleitt hér fyrir skemmstu en það var náttúrulega bara gert fyrir íslenskar konur. Þær kunna nefnilega ekkert að dansa.

Og bíddu nú við! Af hverju er konan yfirheyrð, þegar hún kemur hingað í þeim yfirlýsta tilgangi að stunda hér fullkomlega löglega atvinnu?

Getur verið að mönnum hafi ekki verið full alvara með nýju vændislöggjöfinni?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago