Margir fjölmiðlar, þeirra á meðal ríkissjónvarpið og ruv.is, hafa í dag birt fréttir af njósnum manns nokkurs um aðra manneskju sem áður var honum nátengd. Ef til vill spinnst af þessu einhver umræða um hvenær fjölmiðlar eigi að nafngreina fólk í svona málum. Um það ætti að gilda sú einfalda regla að það sé aðeins gert ef augljósir almannahagsmunir krefjist þess. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Sorpblaðamennska
Langt mál Karls Th. — lítil svör
Ritstjóri Eyjunnar, Karl Th. Birgisson, reynir í pistli að útskýra hvað ritstjórn Eyjunnar var að hugsa þegar hún birti númerið á bíl manns sem grunaður er um morð. Einnig er fjallað um málið í þessari frétt á Eyjunni. Halda áfram að lesa