Af hverju dettur fólki í hug að borga íslensku bankastjórunum svona há laun? Skýring varaformanns stjórnar Arionbanka í hádegisfréttum RÚV í dag var engin skýring, nefnilega að það hefði þurft að borga svona mikið til að ráða þennan mann. Spurningin er hvort það ætti ekki að leggja blátt bann við því að ráða í bankastjórastöðu mann sem heimtar svona há laun. Öfugt við það sem margir halda fram virðist ekki vera nein jákvæð fylgni milli þess að hafa ofurlaun og að standa sig vel í starfi. Reyndar er ýmislegt sem bendir til hins gagnstæða. Þar á meðal er þessi áhugaverði fyrirlestur. Halda áfram að lesa