Í gær birtist á forsíðu Fréttablaðsins grein um yfirvofandi vopnaleit á gestum í húsi Alþingis. „Fréttin“ er dæmigerð íslensk kranablaðamennska; þetta er löng og nánast samfelld athugasemdalaus tilvitnun í skrifstofustjóra þingsins, sem virðist alveg hafa misst tökin á tilverunni, hvað þá þeirri skynsemi og yfirvegun sem óskandi væri að maður í hans stöðu byggi yfir.
Greinasafn fyrir merki: Hræðsluáróður
Sjálfsfróun, samkynhneigð, klám
Fyrir hundrað árum var sjálfsfróun af mörgum talin afar skaðleg, bæði líkamlegri heilsu og andlegri, sem og siðferði samfélagsins. Þeir sem slíkt stunduðu voru harðlega fordæmdir, ekki síst ungt fólk, sem hafði ekki þá reynslu lífsins sem gerir fólki auðveldara að láta slíkt sem vind um eyru þjóta, eða láta það að minnsta kosti ekki valda sér þeirri vanlíðan sem trúlegt er að þetta hafi valdið fjölda ungmenna. Halda áfram að lesa