Viðeigandi

Merkir ekki sögnin að náða það sama og að fella niður refsingu eða milda hana? Dálítið seint í rassinn gripið verð ég að segja. Væri ekki nær að gefa þessu fólki uppreisn æru? Kirkjan gæti svo játað sekt sína fyrir þessar hroðalegu mannfórnir og gert yfirbót með því að gefa allar eigur sínar til samtaka sem berjast gegn valdi trúfélaga.

One thought on “Viðeigandi

  1. —————————

    Hálfvitar.

    varstu búin að sjá þetta?
    http://boi.blog.is/blog/bullvitleysa/entry/460149/

    Voðalega fyndið.

    Posted by: Hulla | 29.02.2008 | 11:54:35

    —   —   —

    Kaþólska kirkjan var alls ekki mesti sökudólgurinn í þessu máli og ekki heldur hinar lútersku (en það voru um það bil jafn margir brenndir meðal mótmælenda og meðal kaþólskra). Sökin er einna helst hjá veraldlegum yfirvöldum sem gáðu ekki að skynsamlegri sönnunarbyrði ákærenda og pynduðu til sagna.
    Flestir sérfræðingar í nornum á 16. og 17. öld (þeim tíma er 99% af öllum nornum voru brenndar) voru veraldlegir fræðimenn, ekki kirkjunnar menn.

    Posted by: Elías | 29.02.2008 | 14:05:21

    —   —   —

    Veraldlegir fræðimenn eins og t.d. Heinrich Kramer?

    Það er nú reyndar ekki fyrr en á 18. öld sem myndast almenn stemning fyrir því meðal „veraldlegra fræðimanna“ að skilja í sundur vísindi og trú.

    Galdraofsóknirnar hófust meðal almennings og í fyrstu litu forsvarsmenn kirkjunnar á galdrahræðsluna sem merki um fáfræði en á endanum tók kirkjan við hlutverki böðulsins. Þeir sem skipuðu rannsóknarréttinn voru viðurkenndir fræðimenn og veraldleg yfirvöld voru að meira og minna leyti undir kirkjunni.

    Það er alveg sama hvernig þessu er snúið, þótt klerkastéttin hafi ekki átt upptökin er alveg út í hött að ætla að fría kirkjurnar, hvort heldur er kaþólsku kirkjuna eða þá evangelísku, ábyrgð á galdrafárinu.

    Posted by: Eva | 29.02.2008 | 20:19:39

    —   —   —

    Bók Kramers var bannfærð af kirkjunni. Hún var sú fyrsta í röð margra slíkra rita, eftir menn eins eins og Jean Bodin, Nicholas Remy, Pierre de Rostegny, Jakob VI og I og Lambert Daneau, en allir voru þeir veraldlegir andans menn.

    Hlutverk rannsóknarréttarins í nornafárinu var hverfandi miðað við hlutverk veraldlegra yfirvalda. Ákærendurnir voru oftar en ekki geistlegir og vel menntaðir menn sem kærðu nornirnar fyrir veraldlegum yfirvöldum sem sáu síðan um rannsókn málsins og aftöku. Þannig var það í Frakklandi, þannig var það í Þýskalandi, þannig var það í Ameríku, þannig var það í Englandi og þannig var það einnig hér.

    Posted by: Elías Halldór | 1.03.2008 | 2:37:30

    —   —   —

    Já, og ég gleymdi að nefna, Kramer var 15. aldar maður, en ég sagði „Flestir sérfræðingar í nornum á 16. og 17. öld […]“

    Posted by: Elías Halldór | 1.03.2008 | 2:39:25

    —   —   —

    Hugsanlegt er að mig misminni en fékk ekki Kramer uppreisn æru? Ef ég man rétt þá varði hann síðustu árum ævi sinnar í baráttu gegn Valdensum, með fullu samþykki kirkjunnar. Ég er samt ekki búin að fletta þessu upp svo ég ætla ekki að sverja það.

    Geturðu sagt mér Elías hvaða trúlausu fræðimenn skrifuðu rit um galdra og nornir á 16. og 17. öld, hvaða yfirvöld það voru sem voru svona óháð kirkjunni og hvern fjárann rannsóknarrétturinn var að dunda sér við, fyrst það var ekki rannsókn á villutrú og galdramálum eins og flestir fræðimenn nútímans virðast álíta?

    Posted by: Eva | 1.03.2008 | 13:45:21

    —   —   —

    Uppreisn æru, það heitir það. Annars fylgdi ekki sögunni fyrir hvað þessi miðill var dæmdur.

    Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 2.03.2008 | 2:14:42

    —   —   —

    Þeir voru ekki trúlausir, en þeir voru ekki tengdir neinni kirkju. Þeir störfuðu ekki fyrir kirkjuna á einn eða neinn hátt.

    Rannsóknarrétturinn, sem var bara í sumum kaþólskum ríkjum, var aðallega að berjast gegn trúvillingum og brenndu mikið fleiri slíka. Galdrar og villutrú voru tveir gerólíkir hlutir.

    Sennilega voru mikið fleiri brenndir fyrir galdra í mótmælendaríkjum en kaþólskum, en þar var enginn rannsóknarréttur.
    Ætlaðirðu ekki að segja „uppreist“, Vésteinn?

    Posted by: Elías Halldór | 5.03.2008 | 14:28:04

Lokað er á athugasemdir.