Vér Íslendingar

þjóðrembaVér erum ÞJÓÐIN.

-Þjóðin sem lét tvo feita karla komast upp með að skrá okkur sem stuðningsaðila við árás á þjóð sem aldrei hefur gert neitt á okkar hlut. Og kaus sömu labbakútana aftur!

-Þjóðin sem tekur með virktum á móti glæpamönnum og kúgurum sem koma hingað í opinberar heimsóknir en sigar lögreglu á þá sem mótmæla mannréttindabrotunum sem þessir tignu gestir hafa staðið fyrir.

-Þjóðin sem hefur það á stefnuskrá sinni að drekkja sem flestum náttúruperlum í þágu erlendra stóriðjujöfra.

-Þjóðin sem hefur grenjað út undanþágur frá Kyoto-bókuninni og ætlar sér að væla út meiri sóðaskapsívilnun.

-Þjóðin sem stundar hvalveiðar án þess einu sinni að geta selt kjötið, bara til að láta ekki segja sér fyrir verkum.

-Þjóðin sem sendir sitt ógæfufólk í meðferð til örlagavitleysings á Jesúflippi af því að það er auðveldara en að taka faglega á rónum og öðru undirmálsfólki.

Þetta er þjóðin sem rambar nú á barmi taugaáfalls yfir því að flokkur klæmingja ætli að halda fund í Reykjavík og þar með að rústa ímynd lands og þjóðar í augum alþjóðasamfélgasins. Halló Kalli og Bimbó! Ég sé nú ekki betur en að við séum algjörlega einfær um að verða okkur til skammar.

Og fyrst við gúterum mismunun á grundvelli siðferðis, má vænta þess að Bændasamtökin, stjórnmálaflokkarnir, Borgarstjóri og biskupinn verði sjálfum sér samkvæm og neiti framvegis að hýsa stjórnmálamenn sem ætla má að tengist mannréttindabrotum.

 

One thought on “Vér Íslendingar

  1. ——————————————————

    Og hana nú! sagði hænan og lagðist á bakið 🙂

    Posted by: Hullan | 21.02.2007 | 12:02:17

    ——————————————————-

    Einmitt!

    Posted by: Harpa J | 21.02.2007 | 13:19:27

    ——————————————————-

    Halló!

    Posted by: Kalli | 21.02.2007 | 19:01:33

    ——————————————————-

    Þetta finnst mér ágætar ábendingar.

    Posted by: þórdís | 22.02.2007 | 19:36:21

    ——————————————————-

    Þú gleymdir að minnast á „Þjóðin sem hefur ekki séð ástæðu til að breyta 14 ára samræðisaldri.“

    Posted by: Elías | 22.02.2007 | 21:54:22

    ——————————————————-

    Ég er nú reyndar í vafa um það sjálf hvort er yfirhöfuð nokkurt vit í því að hafa lögbundinn samræðisaldur.

    Posted by: Eva | 22.02.2007 | 22:16:53

    ——————————————————-

    Jú, það verður að vernda börnin gegn eldri perrum.

    Posted by: Elías | 23.02.2007 | 9:08:20

    ——————————————————-

    Ég held að þeir sem hafa smekk fyrir að riðlast á grunnskólabörnum hafi frekar litlar áhyggjur af lagabókstafnum. Það má heldur ekki leggja að jöfnu gróft ofbeldi gagnvart 6 ára barni og það að 15 ára stelpa sofi hjá 17 ára gömlum kærasta sínum. Heilbrigðir unglingar byrja að stunda kynlíf þegar þeir sjálfir telja sig tilbúna til þess og ef krakki er svo galinn að samþykkja að bíða nakinn með bundið fyrir augun eftir einhverjum manni sem hann hitti á netinu, þá er eitthvað að uppeldinu á því barni sem engin lög geta fixað.

    Posted by: Eva | 23.02.2007 | 11:20:53

    ——————————————————-

    ég held nú að ástandið væri verra ef lög væru ekki til staðar. Engar hömlur á perrunum. Og uppeldi… þeir eru nú sweet-talking sumir, og svona smástelpur áhrifagjarnar.

    Ég vildi svosem ekkert sérlega fá þessa ráðstefnu hingað en það er hreinasatt að við ráðum alveg við að gera okkur að fíflum sjálf.

    Posted by: hildigunnur | 25.02.2007 | 12:36:55

    ———————————————————-

    Og hvenær byrjaði svo þetta pakk að vera sjálfu sér samkvæmt?

    Posted by: HT | 23.02.2007 | 13:03:27

    ———————————————————-

    Mér er alveg skítsama um þessa klámráðstefnu en mér var nokkuð brugðið við þessar fregnir.
    Er þetta ekki pólitíks rétthugsun á villigötum og hvað með restina af kláminu ?
    Öll hótel í Reykjavík eru að sýna klám á sínum sjónvarpsrásum sem er sennilega framleidd af þessu sama fólki og þeir voru að neita um gistingu sökum slaks siðferðis ?
    Hversu hræsnisfullt getur þetta verið ?

    Posted by: GVV | 23.02.2007 | 13:05:45

Lokað er á athugasemdir.