Sá sögulegi atburður hefur átt sér stað að kona náði kjöri sem næsti bingóstjóri Vantrúar. Mun þetta vera svar Vantrúarmanna við þeirri framúrstefnu Þjóðkirkjunnar að hleypa konu í embætti biskups en þrátt fyrir ágreining um trúarleg málefni, hafa Vantrú og Biskupsstofa hingað til náð saman um þá stefnu sína að banna konum að tjá sig opinberlega og viðhalda þannig feðraveldinu.
„Jújú, það eru líka til konur sem eru nógu gáfaðar til að hafna Gvuði, en þær eru sjaldgæfar og flestar giftar okkur svo við höfum hingað til bara haft þær á kakóbrúsanum.“ sagði talsmaður Vantrúar í samtali við Fréttastofu í gær.
Aðspurður hversvegna félagið hefði ákveðið að fara þessa leið, sagði talsmaðurinn að konur væru komnar í tísku og félagið væri í stöðugri keppni við kirkjuna um athygli landsmanna á föstudaginn langa. „Þetta var kannski ekki beinlínis kjör. Við náðum ekki samkomulagi um þetta í öldungaráðinu svo við enduðum á því að nota gogg og þetta er semsagt niðurstaðan. Það er stór ákvörðun að hleypa kvenmanni í bingkúlurnar en hún hefur nú næstum ár til að æfa sig svo við vonum að það gangi áfallalaust fyrir sig, það er ekki eins og hún sé að fara að tjá sig eitthvað,“ sagði talsmaðurinn.
Ekki tókst þó betur til með þennan jafnréttisgjörning en svo að konan afþakkaði heiðurinn. Hún vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið annað en að hún kærði sig ekki um að láta smætta sig niður í bingókúlu feðraveldisins. Ekki einu sinni landnámshæna myndi leggja sig niður við að gagga með þessu ömurlega pylsupartíi og auk þess væri páskakakóið miklu áhugaverðara en internetþras einhverra örvita sem væru með yfirnáttúruleg fyrirbæri á heilanum, jafnvel þótt þeir tryðu ekki einu sinni á þau.
Uppfært: Mér tókst að móðga Vantrúarmenn ákaflega með þessari færslu, alveg án þess að það hefði verið ætlunin. Umræðurnar má sjá hér að neðan.
Tjásur:
eva
eva@pistillinn.is
94.15.153.216
In reply to G.Gvuð er dauður. Vantrú lifir.
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
G
gol@gol.is
157.157.106.114
Merkilegt að Guð skuli láta þig hafa þessa skoðun
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
eva
eva@pistillinn.is
94.15.153.216
In reply to Jóhann Ingi.Himnarnir munu eflaust gráta.
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
Jóhann Ingi
johajons@gmail.com
46.22.105.139
In reply to eva.Takk gæskan.
Ég sýni sjálfum mér hurðina.
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
Harpa Hreinsdóttir
harpa.blogg.is
harpa@fva.is
89.160.204.168
Þetta er brjálæðislega fyndin færsla … takk fyrir gott hláturskast
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
eva
eva@pistillinn.is
94.15.153.216
In reply to Jóhann Ingi.Nei gæskur en þér er velkomið að lesa bara eitthvað annað.
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
Matti
orvitinn.com
matthias.asgeirsson@gmail.com
46.22.110.106
In reply to eva.Ég skil íroníu stundum og við vitum að Vantrú er ekki karlrembuklúbbur.
Vandamálið er að fjölmargir vita það ekki. Margir eru satt að segja sannfærðir um að félagið sé karlrembufélag. Reyndar er það stundum sama fólk og heldur því fram að Vantrú sé í nánu samstarfi við öfgafeminista. Það er önnur umræða.
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
Jóhann Ingi
johajons@gmail.com
46.22.105.139
Æji, viltu ekki bara leyfa sannleiknum(.com) eða Baggalúti að sjá um þennan part (eða amk. einhverjum sem er beittur og kíminn).
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
eva
eva@pistillinn.is
94.15.153.216
In reply to Matti.Ekki datt mér í hug að þú skildir ekki iróníu Matti hvað þá að einhver sem þekkir mín skrif tæki þessu sem merki um að ég álíti Vantrúarmenn kvenhatara. Hvað ætli ég sé búin að skrifa marga pistla þar sem ég bendi á að það sé einhver önnur ástæða en kvennakúgun fyrir því að konur tjá sig síður opinberlega en karlar?
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash
Einar Guðjónsson
einar.gudjonsson@gmail.com
88.149.88.137
Góð fréttaskýring hjá þér.
Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | Spam | Trash