Vanhæfur

Auðvitað var hann ekki með í ráðum. Til þess eru nú allar þessar stofnanir að ráðherrar þurfi ekki að vera með nefið ofan í hverju einasta máli sem upp kemur í landinu. Verkaskipting er það kallað.

Það sem er hins vegar háalvarlegt mál er að ráðherra, gaurinn sem tekur við kærunni og er ábyrgur fyrir því hvernig hún verður meðhöndluð, er búinn að taka afstöðu til þessa máls og lýsa henni yfir opinberlega. Og það gerir hann vanhæfan. Ég veit ekki hver annar ætti að fjalla um kæru á hendur Útlendingastofnun en það er allavega á hreinu að Björn er ekki rétti maðurinn til þess.

Merkilegt líka að Björn segir eitthvað á þá leið að það verði að skoða réttarstöðu hvers og eins. Það var einmitt ekki gert í þessu tilviki. Málið var ekki tekið fyrir, heldur vísað burt.

mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið

One thought on “Vanhæfur

  1. ———————————————-

    Held að BB sé bara ekki alveg í viðtengingarhætti þessa dagana. 

    Þetta eru allt hálfvitar, systir góð.

    Hulla Dan, 8.7.2008 kl. 20:28

    ———————————————-

    Það kemur fram í stóra DV viðtalinu þann 13.júni sl. sem ég hef fjallað um hérna áður í færslu hér neðar að Jón og Hanna sáu sér ekki fært annað en að flýja yfirvöld barnamála í Reykjavík til Danmörk 1995 vegna gríðarlegs eineltis sem þau urðu að þola eftir að þau höfðu mist stelpuna í hendur þeirra. Þetta einelti var þaulskipulagt og stóð yfir í 11 ár. Þetta einelti átti að tryggja að þau hjónin yrðu áfram hrædd innra með sér. Þau lifðu í stöðugum ótta að þau myndu eftirvil missa hin börnin tvo. Vegna þessara hræðlu sem  þau urðu að búa við þurftu yfirvöld þessara mála ekki að óttast að þau byggðu sér sókn í stað varnar t.d. með því að leita sér eftir réttaraðstoð því óttinn var svo mikil í hjörtu þeirra.

    Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

    B.N. (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:47

    ———————————————-

    Þú hefur greinilega mikinn áhuga á þessu máli Baldvin og það er gott að þú skulir vilja vekja athygli á því. Ég sé að þú hefur sett inn færslur um sama mál á athugasemdakerfi annarra bloggara. Þú fengir samt líklega fram meiri umræðu um þetta mál ef þú opnaðir eigin bloggsíðu og skrifaðir um þetta þar, því flestir bloggarar vilja sjálfir leggja línurnar um það hvaða efni er til umfjöllunar á síðunum þeirra.

    Ef þú opnar eigin síðu mun ég örugglega líta inn hjá þér .

    Eva Hauksdóttir, 9.7.2008 kl. 07:18

    ———————————————-

    Hvað er ekki þemað hjá þér að tala um mannréttindi og hverning réttarstaða hvers og eins nær að njóta sín hér á landi? Er þá ekki gott að fá marga sjónarhóla inn á síðunna sína um slík mál? Jú mikið rétt setti þetta mál á tvær aðrar blogsíður vildi tryggja að þessi saga næði góðri athygli á meðan þessi mikli meðbyr er hjá þjóðinni fyrir baráttu á mannréttindinum hér á landi. Í gamal daga erlendis var flugritum dreift til fólksins í þúsunda vís t.d. þegar varað var við vá.

    Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

    B.N (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 08:43

    ———————————————-

    Ég skil hneykslun þína á máli Jóns og Hönnu Baldvin en mér þætti samt vænt um það ef þú bloggaðir á þinni eigin síðu í stað þess að nota mína. Mér þætti reyndar horfa öðruvísi við ef þú værir að vara við vá, en það ertu ekki að gera. Þú ert að stofna til umræðu um gamalt mál. Þetta er ljótt mál og sjálfsagt að ræða það en að svo stöddu er ég ekki tilbúin til að standa fyrir þeirri umræðu.

    Ég segi þetta í fullri vinsemd og ítreka að mér finnst gott mál að þú vekir athygli á þessu máli en þú hefur sömu möguleika og ég á því að opna bloggsíðu til að koma máli þínu til skila og vekja umræðu á þeim vettvangi. Þér er að sjálfsögðu hjartanlega velkomið að tjá þig um það umræðuefni sem ég skrifa um hverju sinni og ég skal með ánægju taka þátt í umræðu sem þú stofnar til á þinni eigin síðu en á þessari síðu er það ég sem ræð því hvað er til umræðu.

    Eva Hauksdóttir, 9.7.2008 kl. 19:17

    ———————————————-

    Eva

    Takk kærlega fyrir mig og gangi þér allt í haginn.

    Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

    B.N. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 09:16

Lokað er á athugasemdir.