Upprætum –ingu setningar

Það er orðið algengt að Íslendingar noti þágufallsmynd kvenkynsorða sem enda á –ing þar sem eignarfall er viðeigandi. Ég hef þegar nöldrað yfir tilhneigingunni til að spyrja spurninguí stað spurningar. Það er hreint ekki eina útbreidda dæmið um notkun þágufalls í stað eignarfalls. Sumir fresta öðrum framkvæmdum vegna byggingu hússins og fara snemma heim af útihátíð sakir rigningu.

Ég hélt að fólk væri þarna að slá saman út af því og vegna þess, þar til kona nokkur sagði mér að dóttir hennar ætlaði að safna hári fram til fermingu. Þetta er ljótt og rangt. Stúlkur ættu að safna hári fram að fermingu, eða bíða með það til fermingar að láta klippa sig ef þær vilja hafa sítt hár á fermingardaginn. Sömuleiðis ættum við að fresta ferðalagi vegna rigningar.