Upp á bak í beinni

Ég hefði haldið að „pólitísk staða“ gamla, góða Villa væri á hreinu.

Villi minn. Þú ert búinn að gera upp á bak í beinni. Þinn eigin flokkur vill ekki sjá þig. Póltísk staða þín er í skársta falli staða vorkunnarverðrar boðflennu. Það eina sem þú getur gert til að bjarga andlitinu er að draga þig í hlé og bíða eftir að einhver annar skandaliseri svo illilega að samanburðurinn verði þér hagstæður.

Habbðu mín ráð gæskur. Gráttu smávegis opinberlega, taktu þér svo frí.