Trukkalessulagið

Mig langar ekki að anga eins og
lítið, veikt og ljósbleikt sumarblóm.
Með hárið sítt og fésið frítt
og silkiglans á sanseruðum skóm.
Þær mega leika píkubleikar tíkur fyrir mér.
Svo sætar að það veldur verk í kverkum.
En það er ekki þannig sem ég er.

Ég fíla þetta þvottabretti,
vöðvamassa, styrk og stæltan rass.
Því ég er svona kjarnakona,
stælakvendi, strákafæla og skass.
Ég örga grimmt og sigra þær sem megra og fegra sig.
Ég þóknast engum erkitýpuklerkum
sem vilja að normalformi fella mig.

Mér líður best í leðurvesti,
þekki mig með hlekki og hundaól.
Ég fíla brútal blætisstíl
og keðjudót, og keyri mótorhjól.
Mér finnst svo gott og flott að vera hot og hrottaleg.
Því mér er ætlað merki þeirra sterku,
mér fer svo vel að vera bara ég.