Þú ert fáviti Jón

Tekur nú steininn úr þegar iðnaðarráðuneytið reynir að firra sig ábyrgð.

Við ákváðum þetta að vísu, gáfum leyfi, rákum áróður fyrir því, skriðum grenjandi á hnjánum milli stofnana og stórfyrirtækja, leyndum óþægilegum upplýsingum, sleiktum þau rassgöt sem sleikja þurfti og báðum um meira. En það erum ekkert við sem stöndum í þessum framkvæmdum.

Iðnaðarráðherra veit auðvitað að Íslendingar eru upp til hópa auðtrúa kjánar sem hlaupa slefandi eftir hverri gulrót sem að þeim er rétt. Það hljóta samt einhver takmörk að vera fyrir því hvers konar rugl hann getur leyft sér að bjóða okkur. Meðalgreindarvísitala þjóðarinnar er kannski ekki svo há að ástæða sé til að hælast yfir því en undir frostmarki er hún ekki. Ég held hins vegar að dómgreind Jóns Sigurðssonar hljóti að hafa skaddast alvarlega þegar hann tók við embættinu.