Það skiptir víst máli

Ég hef tvisvar sinnum á síðustu 7 árum fengið senda spurningarkönnun í pósti. Í báðum þessum kannana var gefinn upp svarmöguleikinn “það breytir ekki máli”.

Voðalega finnst mér þetta ljótt málfar og stórfurðulegt að slíkar ambögur komi frá virtum fyrirtækjum. Ég býst reyndar ekki við að álit mitt breyti neinu um málfar landans en það skiptir máli hvernig texti sem fer inn á þúsundir heimila er orðaður.