Einu sinni leit ég á kosningadag sem hátíð. Að fara á kjörstað varð athöfn. Kaffihús á eftir, vakað yfir sjónvarpinu í góðra vina hópi, a.m.k. þar til úrslit þóttu ljós og stundum til síðasta atkvæðis.
Í dag finnst mér þessi dagur frekar standa fyrir blekkingu og undirokun en lýðræði og frelsi. Það er nákvæmlega sama hvað ég kýs eða hvort ég kýs, ég fæ alltaf það sama, valdapýramída, þar sem nokkrir menn faldir á bak við stórfyrirtæki, ríkja yfir fjöldanum og bera svo bara við ‘trúnaði’ þegar Jón almúgi vill fá að vita á hvaða hátt er verið að ráðskast með örlög hans. Það eina sem við getum hugsanlega haft áhrif á, er hverjir sjá um að tilkynna okkur að okkur komi það ekki við hvernig auðlindir landsins séu nýttar og í þágu hverra eða hver gerði hverjum vinargreiða og hvað hann fékk að launum.
Kosningar snúast ekki um það hvernig landinu er stjórnað, heldur hverjir fái að vera háttvirtir þingmenn og hæstvirtir ráðherrar. Að sniðganga kosningar, skila auðu eða ógildu nú eða éta kjörseðilinn, felur ekki í sér afstöðuleysi, heldur afstöðu gegn kerfi sem byggir á valdníðslu stórfyrirtækja, spillingu embættismanna og fáfræði og sinnuleysi almennings.
———————————————————
Perhaps some good will come of this, in the long run.
Posted by: Lissy | 25.04.2009 | 11:48:18
———————————————————
Skiptir þad mali, ertu ekki ad fara gerast utlagi eins og eg. Eftir nokkra manudi herna uti tha er thetta allt farid ad virka eitthvad svo fjarraent og tilgangslaust.
Posted by: Gudjon Vidar | 25.04.2009 | 16:46:05