Bara læti!

Allt að verða vitlaust?

Þessir atburðir minna mig á fjölmiðlafrumvarpið. Fremur ómerkilegt mál var til þess að sauð upp úr og sögulegur atburður átti sér stað. Mér fannst alltaf frekar súrt að fjölmiðlafrumvarpið af öllum málum yrði til þess að forsetinn beitti neitunarvaldinu. Á hinn bóginn fannst mér frábært að fá þessa staðfestingu á því að neitunarvaldið væri virkt.