Ég var mjög mótfallin Kárahjúkavirkjun. Kannski spilaði það inn í að á þeim tíma gerði ég mér hreinlega ekki grein fyrir því hversu mikinn hagvöxt stóriðjan skapar á Íslandi. En nú er ég búin að sjá í gegnum öfgarnar í umhverfissinnum. Fögur náttúra er vissulega dýrmæt en hún skapar ekki hagvöxt nema hún sé hagnýtt og eins og margur mektarmaðurinn hefur bent á þá eigum við að nýta auðlindir landsins. Að sama skapi ber okkur í raun siðferðisleg skylda til þess að leita uppi alla vinnanlega olíu sem mögulegt er. Annars missum við af hugsanlegum hagvexti. Og það er rangt að láta hagvöxt fara forgörðum. Það er glæpur, kannski ekki gegn valdstjórninni en að minnsta kosti gegn auðvaldinu. Halda áfram að lesa