Ég hef ekkert tjáð mig um skopmyndamálið fyrr en nú. Hef bara ekkert um það að segja sem aðrir mér ritfærari og vinsælli hafa ekki þegar sagt. Þessvegna finnst mér svolítið dapurlegt til þess að vita að fólk sem ég taldi fremur skynsamt virðist ennþá, eftir alla þessa umræðu líta á málið sem talandi dæmi um húmorsleysi og trúarofstæki múslima. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: trúmál
Klukknaskark
Nú er ég ekki sögufróð en ég held að sá siður að hringja kirkjuklukkum hafi á sínum tíma þjónað þeim praktíska tilgangi að minna fólkið á að messa væri að hefjast. Nokkuð snjallt ráð í samfélagi þar sem flestir fóru í sunnudagsmessu en fáir gengu með úr. Halda áfram að lesa
“Allir eru trúaðir -innst inni”
Mikið leiðist mér fólk sem fullyrðir að skoðanir mínar “innst inni” séu aðrar en þær sem ég held fram. Rétt eins og ég sé líkleg til að skammast mín fyrir mína hjartans innstu sannfæringu. Halda áfram að lesa
Mitt síðasta orð um Gvuð
Ég hef takmarkað úthald í tilgangslausar þrætur, þótt ég hafi gaman af rökræðum sem leiða fram ný sjónarmið. Mér finnst oft gaman að eiga síðasta orðið en það skiptir mig ekki máli þegar um er að ræða innihaldslausar þrætur sem enginn nennir að lesa hvort sem er. Halda áfram að lesa
Er trúleysi trúarbrögð?
Svarið er nei. Trúleysi er ekki trúarbrögð.
Það hefur aldrei farið neitt ógurlega í taugarnar á mér þótt trúað fólk haldi því fram að trúleysi sé í raun trú. Það er bara ekki við mjög skynsamlegum hugmyndum að búast frá fólki sem sér ekki í gegnum rökvillu á borð við afl sem er í senn algott og almáttugt. Halda áfram að lesa
Af hverju Gvuð?
Kela vini mínum finnst hallærislegt að skrifa Gvuð, með vaffi. Segir það sambærilegt við að rita nafnið mitt Evba. Þetta þykja mér afar vond rök. Halda áfram að lesa
Ég læknaði bílinn minn með DNA heilun
Einu sinni endur fyrir löngu var ég stödd inni í Hallormsstaðarskógi þegar svo óheppilega vildi til að Gráni litli veiktist. Hann var búinn að vera eitthvað slappur í kveikjunni og ég hafði vanrækt að koma honum á verkstæði. Halda áfram að lesa