Meira urr

Var að fá símtal frá Ameríkunni rétt í þessu. Það eru ennþá 2-3 vikur þar til ég fæ bókina mína í hendurnar. Ég kalla það bara helvíti gott ef ég næ jólasölunni. Nú er sumsé málið að fara á stúfana og reyna að fá bókabúðir til að panta bók sem ég get ekki einu sinni sýnt!

Yess! Tækifærin klæðast vinnufötum.

Síðdegisstefnumót

Vitur maður hefur sagt mér að karlmenn séu heimskir. Það mun rétt vera. Þessvegna hringdi ég í lögmætan eiganda brauðristar þeirrar sem án þess að eiga þátt í rafmagnsslysi, er orsakavaldur að stærra fjölskyldudrama, meiri geðbólgu og verr þefjandi taugadrullu en flestar brauðristir aðrar, rétt svona til að fá staðfest að viðfang flekunaráforma minna væri í alvöru brottrækur ger og brauðrist sviptur. Halda áfram að lesa