Ógnvaldur grunnildanna fær að vera hér áfram.
Ég þarf að fara að æfa mig í kranaklifri.
Ógnvaldur grunnildanna fær að vera hér áfram.
Ég þarf að fara að æfa mig í kranaklifri.
Ég var fyrst núna að lesa þessa grein eftir Guðmund Andra. Finnst hún góð. Læt fljóta hér með tilvitnun í bréf frá Árna Finnssyni:
“Lögreglustjóri ríkisins vill gjarnan láta til sín taka þegar mótmælendur láta til sín taka. Sagt er að senda verði skýr skilaboð til mótmælenda þess efnis að ólögleg mótmæli verði ekki liðin. Skilaboðin eru þó ekki svo einföld. Af hálfu dómsmálaráðherra og stjórnvalda er verið að senda þau skilaboð til álfyrirtækja að þeim verði óhætt á Íslandi. Þau þurfi ekki að óttast mótæmæli af því tagi sem Miriam Rose tók þátt í.”
Útsendarar Friðriks eru byrjaðir að bora upp við Kröflu. Í leyfisleysi auðvitað, það er víst hefð fyrir því. Yfirvöld gera ekkert í málinu (það er líka hefð fyrir því) en ef ég fer á staðinn og reyni að stoppa þessa ósvinnu, verð ég dregin fyrir dómsstóla. Þannig er nú siðferðið í þessu bananalýðveldi. Ég þarf að kasta galdri. Vona að hann beri þann árangur að Friðrik fái bæði flatlús og njálg.
Fyrst var fjallað um mál Miriam í Speglinum á rás 1 á þriðjudaginn 25. sept.
Sama kvöld var þessi umfjöllun í fréttum Stöðvar 2.
Atli Gíslason tjáði sig um mál Miriam á Stöð 2 þann 26.
Hugz skrifar komment sem krefst ítarlegs svars. Og hér hefurðu það gæskur.
Eins og hefur komið fram hjá mér áður þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um brottvísun Miriam. Það er Útlendingastofnunar að taka þá ákvörðun og hún fær tækifæri til að skýra sína hlið áður. Það er hinsvegar ljóst að lögreglan hefur krafist þess að Miriam verði rekin úr landi. Verði það að veruleika má búast við að hverjum þeim útlendingi sem beitir beinum aðgerðum á Íslandi, verði gert ókleift að koma hingað a.m.k. næstu tvö árin. Með slíkri ákvörðum væri þetta fólk sett í sama flokk og Kio Briggs. Halda áfram að lesa
Fleiri en 800.000 Indverjar hafa hrakist frá heimilium sínum vegna stóriðju.
Miðað við þær stóriðjuframkvæmdir sem eru í deiglunni í Indlandi má reikna með að 1,5 milljón til viðbótar hrekist á vergang á næstu árum.
Miriam ólst upp í Bretlandi. Foreldrar hennar eru umhverfissinnar. Þau eru aktivistar en hafa þó ekki, svo Miriam viti til, tekið þátt í aðgerðum sem teljast ólöglegar. Þau stunduðu lífræna ræktun og ráku fair-trade verslun þegar hún var barn. Í dag býr faðir hennar í Póllandi þar sem hann hefur helgað sig baráttu smábænda gegn erfðabreyttum matvælum. Miriam er alin upp við meðvitund gagnvart náttúrunni og við þá trú að vel stæðu fólki beri heilög skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Halda áfram að lesa