Tittlingaskítur

Kunnugleg andlit allsstaðar. Á vissan hátt er það notalegt. You wanna be where everybody knows your name. Aðallega er það þó sorglegt. Kannski 100 hræður, max, og ég þekki allavega 75 í sjón. Sumir eru í Félaginu Ísland-Palestína, sumir í Amnesty, fólk úr samtökum hernaðarandstæðinga, virkasta liðið frá Saving Iceland, kjarninn úr menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, nokkur vinstrigræn andlit sem ég þekki ekki úr neinni þessara hreyfinga en eru þá áreiðanlega í einhverjum friðar- eða náttúruverndarsamtökum sem ég hef ekki unnið með.

Halda áfram að lesa

Ógnvaldurinn situr fyrir svörum

Reykjavíkurakademían stendur fyrir umræðufundi um grundvallargildi samfélagsins á morgun kl 17.

Ógnvaldur grunnildanna heldur stutta framsögu og svarar spurningum í framhaldinu. Sjá hér

Ég hvet að sjálfsögðu allt áhugafólk um lýðræði og tjáningarfrelsi til að mæta.

Níðstöngin stendur enn

444608AJón Sigurðsson hefur líklega frétt af því að til stæði að fara með særingar gegn stóriðjustefnunni, því þegar ég mætti á Austurvöll í gærkvöld, var hann búinn að ná sér í þessa líka fínu níðstöng. Ég er ekkert hissa því það ógnar auðvitað sjálfstæði þjóðarinnar ef örfá risafyrirtæki yfirtaka allt atvinnulíf. Ég ók þarna fram hjá rétt áðan og hann heldur ennþá á stönginni og beinir henni að þinghúsinu. Halda áfram að lesa

Áttu stígvél?

Nú er ég endanlega hætt að botna í Svandísi.

Hurru annars, býr nokkur svo vel að geta lánað mér hvít frystihúsastígvél nr 38 eða stærri eina kvöldstund?