Klikk

Skrýtið, og þó, kannski er það ekkert svo skrýtið.

Ég býst við að langsveltur maður sem sest að veisluborði sjái næringuna á undan lúxusnum. Hann áttar sig á því að allt er flott og fullkomið en hann treður sig fyrst út til að seðja sárasta hungrið og fer svo að dást að borðbúnaðinum og serviettunum og pæla í því hvernig laxasneiðunum er raðað í blómamynstur. Halda áfram að lesa

Innkaup

Ég er með vott af stórmarkaðafóbíu. Kemst svosem alveg í gegnum Bónus á föstudegi án þess að fríka út en líður alltaf eins og einhver ægileg ógn sé í nánd. Reyndar hef ég komið mér sem mest undan verslunarferðum síðustu tvö árin en þá sjaldan að ég neyðist til að fara í búð breytir það ótrúlega miklu fyrir mig að hafa einhvern með mér. Halda áfram að lesa

Scrabble

Eva: Anna. Ég get búið til orðið ‘sáðfruss’.

Anna: Ég tek það gilt. Ég hef séð svoleiðis.

 

Gjafalisti

Óli Gneisti er með dálítið sniðugt á vefsíðunni sinni. Lista yfir allt sem hann langar í. Þetta gerir fólki sem ætlar að færa honum gjöf auðvitað mun auðveldara fyrir. Ég hef oft byrjað á svona lista sjálf en þar sem mér dettur ekkert í hug nema framlög til líknarmála, bílaþvottur eða smurþjónusta gefst ég alltaf upp. Mitt fólk tekur mig nefnilega ekki alvarlega þegar ég nefni það sem virkilega gleður mig. Halda áfram að lesa

Tilbrigði

Tristan litli þvertekur fyrir að kunna bókmenntastórvirkið Búddi fór í bæinn og Búddi fór í búð. Hann söng hinsvegar fyrir mig með sama lagi, Batmann fór í bæinn. Og reyndar líka með svipuðu lagi; Kertasníkir fór til kanínu.

Allt fullkomið

Walter og Tristan bónuðu bílinn minn. Walter sá um að pússa rúðurnar og Tristan gekk á eftir honum og athugaði hvort kæmu nokkuð fingraför á rúðurnar eftir þrifin.