Píslarhetjan Saddam

saddam_husseinMér er öll þessi samúð með harðstjóranum, stríðsglæpamanninum og morðingjanum Saddam Hussein, gjörsamlega óskiljanleg. Og af hverju ættu múslímar að syrgja þennan viðbjóð? Nú heyrast raddir sem vilja hefja karlinn upp til skýjanna sem einhverja hetju fyrir yfirvegaða framkomu þegar hann var leiddur að gálganum. Ég hef engan heyrt dást að yfirvegun hans þegar hann lét kúga, pína og myrða saklaust fólk. Halda áfram að lesa

Nú er hann dauður, dauður, trarallarallarara

Saddam Hussein

Ég hef ekki snefil af samúð með Saddam Hussein, ekki heldur þótt hann hafi verið hengdur. Mín vegna má hann stikna í helvíti um eilífð. Það sem mér finnst athugavert við aftöku hans er hvorki það að hann eigi það ekki fullkomlega skilið að tapa lfítórunni né að mér finnist eitthvað óeðlilegra að menn leiki Gvuð í þessu tilviki en t.d. þegar þeir finna leið til að ráða niðurlögum sjúkdóms. Halda áfram að lesa

Ælupest dagsins

Var það ekki í fyrra haust sem þættirnir um íslenska glaumgosann voru í sjónvarpinu? Einhver lúði frá Akureyri var sendur í klippingu og ljós og nokkrar dindilhosur slógust um hann í margar vikur, spyrjið mig ekki af hverju.

Allavega, ég man að þegar dömurnar voru beðnar að lýsa sjálfum sér, sögðu nokkrar þeirra „ég er skemmtileg“ eða jafnvel „ég er fyndin“. Aldrei fyrr né síðar hef ég kynnst fyndinni manneskju, sem þarf að segja frá því hvað hún sé fyndin til þess að fólk fatti það. Ég efast líka stórlega um að nokkur verulega falleg kona myndi senda einhverjum mynd af sér ásamt skilaboðunum, „ég er mjög falleg“. Það sést nefnilega alveg.

Fólk sem hefur umræður um viðkvæm málefni þannig „ég er ekki með fordóma en…“ er venjulega jafn fordómafullt og dindilhosurnar úr þessu hallærislega sjónvarpsþætti eru lítið fyndnar. Og sá sem segir „ég er sko ekki snobbaður“, en gefur um leið í skin að hann hafi reyndar mjög góðar ástæður til að vera snobbaður og heldur að það að snobba niður á við beri vott um snobbleysi, það er sko snobbhani af verstu sort.

Afsakið mig meðan ég æli.

Fasismi dagsins

stafsetingÉg er orðin hundleið á málfarsfastisum sem heimta að fólk eyði ómældum tíma í að læra flókin og forneskjuleg málkerfi í stað þess að sætta sig við eðlilega þróun tungumálsins.

Það er tímafrekt að vera Íslendingur í dag. Fyrir utan fulla vinnu þarf maður að horfa á 5-6 raunveruleikaþætti á viku, til að vera viðræðuhæfur um það sem er að gerast í samfélaginu. Svo þarf að fara í ræktina til að sporna gegn þeirri offitu sem eðlilega fylgir aukinni velmegun og framþróun í tækni og vísindum. Halda áfram að lesa