Gegndrepa

Mér skilst að lykillinn að hamingjunni felist í því að klára allt þetta sem maður byrjaði á endur fyrir löngu.

Þegar maður er búinn að smyrja á sig, fyrir utan venjulegt andlitskrem og húðmjólk, fótafrískandi, hárvaxtarheftandi, rassasléttandi, brjóstastinnandi, augnpokastrekkjandi, svitastoppandi, munnhrukkumildandi og naglbandamýkjandi kremum, þarf maður þá virkilega að klára handáburðinn líka til að ná blissinu?

Skoða Sóló

Stefán bauð mér með sér á kaffihúsafund hjá einhleypraklúbbi í gær. Þarna voru samankomnir 5 karlar og 500 konur, flest eldri borgarar með smábörn. Neinei, ekki barnabörn heldur sín eigin. Mín kynslóð mun líklega ekki eignast barnabörn fyrr en um áttrætt. Sennilega er ég eina manneskjan í heiminum sem finnst æskilegt að konur hefji barneignir áður en þær komast á breytingaskeiðið. Já, mér finnst það í alvöru æskilegt, ekki bara réttlætanlegt í undantekningartilvikum. Halda áfram að lesa

Eitt afsak…

Húsasmiðurinn hringdi. MIður sín út af þessu með Gyðjuna. Ég gaf honum á sínum tíma eitthvað af munum sem ég ætlaði að losa mig við og hann hafði ruglað einhverj saman og talið að styttan tilheyrði. Ég sé enga ástæðu til að draga þessa skýringu í efa því ef tillit er tekið til þess ógnarmagns af dóti og drasli sem blessaður maðurinn hefur safnað í kringum sig, þá vær beinlínis óeðlilegt ef hann henti reiður á hverjum einasta hlut. Fær því hér með fulla fyrirgefningu.

Mig langar samt ekkert að hafa þessa styttu heima hjá mér lengur.

 

Flanlaust

-Er eitthvað sérstakt við miðvikudaginn? Fullt tungl eða eitthvað svoleiðis?
-Nei. Ekki svo ég viti.
-Hvað þá? Eru að byggja upp spennu með því að bíða eða ertu að reyna að halda aftur af þessari kyssiþörf þinni með því að slá því á frest?
-Ég bara þarf að hafa stjórn á þessu. Ekki flana að neinu. Halda áfram að lesa

Ákvörðun

-Manstu þegar við kysstumst?
-Ég gæti rifjað það upp.
-Við gætum endurtekið það.
-Ekkert er útilokað.
-Af hverju erum við að ræða þetta? Af hverju kyssumst við ekki bara eins og annað fólk?
-Seg þú mér.
-Við skulum gera það einhverntíma. Kyssast á ég við.
-Ekki núna semsagt?
-Ekki núna nei. Á miðvikurdaginn. Við skulum kyssast á miðvikudaginn.