Orðaskýringar fyrir kjósendur

images-21Heildstæð stefnumótun = stefna
Heildræn stefnumörkun = stefna
Að marka heildstæða stefnumótun = að móta stefnu

Hjúkrunarúrræði = hjúkrun
Vistunarúrræði = elliheimili, leikskólar og aðrar stofnanir þar sem fólk er geymt.
Heildstæð vistunarúrræði = vistun

Heildstæð stefnumótun í öldrunarmálum = sú skoðun að aldraðir eigi að njóta mannréttinda
Heildstæðar lausnir í öldrunarmálum = bygging hjúkrunarheimila

Af hverju talar enginn um heildstæð lausnaúrræði? Það myndi hljóma svo gáfulega.

Heildræn hryggsúla

hryggsúla

Hvaða fáráður innleiddi orðs-krípið „heildrænt“ í íslensku? Færið mér hann og ég mun bíta af honum hausinn.

-Einhverju sinni sinni auglýsti bílaþvottastöð „heildræn bílaþrif“.
-Einu sinni sá ég auglýst einhverskonar jóganámskeið sem átti að fela í sér „heildrænar lausnir í bakverkjum“. Ekki einu sinni við bakverkjum heldur í þeim.

Heildræn hryggsúla held ég þó að slái öllu út.

 

 

Fasismi dagsins

stafsetingÉg er orðin hundleið á málfarsfastisum sem heimta að fólk eyði ómældum tíma í að læra flókin og forneskjuleg málkerfi í stað þess að sætta sig við eðlilega þróun tungumálsins.

Það er tímafrekt að vera Íslendingur í dag. Fyrir utan fulla vinnu þarf maður að horfa á 5-6 raunveruleikaþætti á viku, til að vera viðræðuhæfur um það sem er að gerast í samfélaginu. Svo þarf að fara í ræktina til að sporna gegn þeirri offitu sem eðlilega fylgir aukinni velmegun og framþróun í tækni og vísindum. Halda áfram að lesa

Hver er þessi dularfulla stærðargráða?

Oft er viðeigandi að nota formlegt málfar fremur en hversdagslegt. Hins vegar er það alrangt sem sem sumir virðast álíta, að formlegt málfar eigi helst að vera uppskrúfað, jafnvel nánast óskiljanlegt. Dæmi um uppskrúfað og illskiljanlegt orð sem gjarnan er notað í fjölmiðlum er orðskrípið stærðargráða. Veit einhver hvernig stærðargráður eru reiknaðar? Hversu stórt er hús af þessari stærðargráðu eða byggðarlag af þessari stærðargráðu? Er stærðargráðan alltaf „þessi“ eða getur skóli verið af stærðargráðunni 480 eða bygging verið af stærðargráðunni 25? Mér skilst að stærðargráða sé til sem stærðfræðihugtak en ég efast um að þeir sem nota þetta orð í daglegu tali og í fjölmiðlum hafi nokkra hugmynd um hvað stærðargráður eru eða til hvers þær eru notaðar.

Þegar við komum fram opinberlega skiptir meira máli að fólk skilji það sem við segjum en að það átti sig á því hvað við höfum mikinn orðaforða. Ef formlegt málfar er okkur óeiginlegt, tölum þá frekar venjulega íslensku.