Mínir blíðlyndu burðarjálkar, Sjarmaknippið hið eldra og Týndi hlekkurinn, eru í kaupstaðarferð. Þeir ætluðu að gista í nótt en létu svo ekkert sjá sig, sjálfsagt endað á fylliríi og kvennafari og er það vel. Vonir standa til að fóstursonur minn löggæsluhetjan flytji inn til mín um áramótin og vænti ég þess að ég sjái þá hina jálkana tvo og helst fríða sveit áhangenda mun oftar en síðustu árin. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Kynlegir kvistir
Firring
Að drengjunum mínum frátöldum er engin manneskja í veröldinni sem ég elska meira en systir mín dýravinurinn. Hún er að vísu galin en hefur þó getað lifað með því hingað til og hún er svo mikið yndi að ég þekki enga manneskju sem er jafn erfitt að vera reiður við. En nú held ég að hún hljóti endanlega að vera að missa glóruna. Hugmynd hennar um að kenna köttunum og kjúklingunum að leika sér fallega saman er ekki hugsuð sem djók, henni er alvara! Halda áfram að lesa
Bréf frá systur minni hinni æðrulausu
Halló stóra systir!!
Það er ótrúlegt hvað allir eru önnum kafnir í vinnu þegar ég er í fríi og í stuði til að spjalla. Ég er búin að læra og læra og er að fíla þetta í tætlur. Núna er minn æðsti draumur að verða svo rík að ég geti leyft mér að vera eingöngu í skóla. Það er þvílíkur munur að vera bara í vaktarvinnu á Kumbaravogi. Halda áfram að lesa
Ljóðakvöld dauðans
Klettaskáldið er í bænum. Hann (hér væri málfræðilega rétt að skrifa það, þar sem fornafnið vísar til hvorugkynsorðsins skáld, en mér finnst hálf dónalegt að tala um manneskjur í hvorugkyni) vildi fá mig með sér á ljóðakvöld á Bláa barnum, sagðist eiga að lesa þar sjálfur kl. 9:30. Halda áfram að lesa
Kandidat óskast í hlutverk úlfsins
Þegar ég var lítil stelpa var draumahlutverkið mitt litla húsamúsin í Hálsaskógi. Enn í dag finnst mér að það hlutverk henti mér ágætlega þótt ég eigi að heita fullorðin. Þ.e.a.s. að því tilskildu að refurinn sé rauðhærður. Við nánari umhugsun er ég heldur ekki alveg frá því að Rauðhettugervið bjóði upp á áhugaverða möguleika. Halda áfram að lesa
Frænka mín félagsmálapakkinn
Vera er veruleikafirrt. Ég kom aðeins við hjá henni í hádeginu. Hún var að sjóða skuldasúpu. Leit vel út að öðru leyti en því að hún var í götóttum buxum. Reyndar keypti hún þær með götunum á og mér telst til, miðað við heilar buxur og þá ekki úr Kolaportinu, að hvert gat sé metið á 2378 kr. Halda áfram að lesa
Systir mín æðruleysinginn
Systir mín æðruleysinginn er veruleikafirrt. Ég heimsótti hana í dag og þarna sat hún í sínu græna og appelsínugula eldhúsi, syngjandi kát, rétt eins og ekkert í veröldinni væri skemmtilegra en að vinna erfiða vaktavinnu 70 stundir á viku fyrir skít og kanel og koma svo heim til að hugsa um 5 óþekktargrísi og dýragarð, auk þess að skúra, skrúbba, bóna og jafnvel mála hús sem er svo illa farið að það hangir nánast saman af gömlum vana. Halda áfram að lesa