-Ég ætla nú ekkert á neitt flug strax, sagði ég. Enda veit ég svosem ekki hvort er nokkurt vit í að vera að hitta hann. Ég geri alveg eins ráð fyrir því að eftir viku verði ég búin að átta mig á því að hann sé algjör rugludallur sem ekkert er hægt að stóla á. Eða hann búinn að missa áhugann á mér, sem er reyndar líklegra. Við höfum sést heima hjá þér áður og honum líkaði ekki einu sinni vel við mig, hann sagði mér það sjálfur. Halda áfram að lesa
Hugleiðing um mannleg listaverk
Svara